VORVIÐUR – STUÐNINGUR VIÐ SKÓGRÆKT FÉLAGA OG SAMTAKA

Í lok síðasta árs var opnað fyrir umsóknir um styrki úr verkefninu VORVIÐ.

Markmið verkefnisins er að efla samstarf Skógræktarinnar og ýmissa félaga um allt land í því augnamiði að gefa félagasamtökum kost á að binda kolefni með eigin skógrækt. Vorviður er liður í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum þar sem m.a. er mælt með aðgerðum til bættrar landnýtingar í þágu loftslags

Styrkir Vorviðar eru ætlaðir félögum og samtökum með formlega starfsemi. Úthlutað var að þessu sinni til golfklúbba, fjallahjólaklúbbs, félags um endurreisn birkiskóga, Lionsklúbba, hestamannafélags, skotfélags, björgunarsveitar og nokkurra skógræktarfélaga. Forgang við úthlutun höfðu félög og samtök sem ekki eru nú þegar í skógrækt en hafa aðgang að svæðum sem þegar hafa verið skipulögð undir skógrækt.

Úthlutað var í fyrsta sinn úr Vorviði í febrúar 2021, alls 8,7 milljónum króna, sem runnu til 23 verkefna um allt land.

Styrki hlutu efirfarandi:

  • Golfklúbbur Brautarholts, 200.000 kr. til gróðursetningar við golfvöllinn Brautarholti Kjalarnesi

  • Félagið Brimnesskógar, 450.000 kr. til endurheimtar hinna fornu Brimnesskóga Skagafirði

  • Golfklúbburinn Mostri, 450.000 kr. til gróðursetningar á mörkum golfvallar og skógræktarsvæðis við Stykkishólm

  • Íslenski fjallahjólaklúbbburinn, 450.000 kr. til gróðursetningar í landnemareit á svæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar

  • Lionsklúbburinn Ösp, 200.000 kr. til gróðursetningar á Glerárdal

  • Lionsklúbbur Hólmavíkur, 250.000 kr. til gróðursetningar í Hermannslundi

  • Hestamannafélagið Geysir, 450.000 kr. til gróðursetningar á Gaddstaðaflötum

  • Hestamannafélagið Borgfirðingur, 450.000 kr. til gróðursetningar umhverfis hesthúsahverfið í Borgarnesi

  • Skotfélagið Markviss, 200.000 kr. til gróðursetningar við íþróttasvæði á Blönduósi.

  • Björgunarsveitin Berserkir, 450.000 kr. til gróðursetningar í reit sveitarinnar á svæði Skógræktarfélags Stykkishólms

  • Lionsklúbbur Laugardals, 150.000 kr. til gróðursetningar í uppblásturssvæði við Laugarvatnsfjall

  • Ferðafélag Íslands, 450.000 kr. til gróðursetningar í stækkaðan landnemareit félagsins í Heiðmörk

  • Skógræktarfélagið á Hólum, 350.000 kr. til gróðursetningar í Hólaskógi

  • Skógræktarfélag Ísafjarðar, 450.000 kr. til gróðursetningar í Bröttuhlíð, á Tungudal og í Eyrarhlíð

  • Skógræktarfélag Suðurnesja, 375.000 kr. til gróðursetningar í Njarðvíkurskóga

  • Skógræktarfélag Rangæinga, 450.000 kr. til gróðursetningar í Bolholti

  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, 450.000 kr. til gróðursetningar á gömlu urðunar- og jarðvegslosunarsvæði skammt frá Hvaleyrarvatni

  • Skógræktarfélag Reykjavíkur, 450.000 kr. til gróðursetningar að Reynivöllum Kjós

  • Skógræktarfélagið Lurkur, 450.000 kr. til gróðursetningar á svæði félagsins á Bakkafirði

  • Skógræktarfélag Íslands, 450.000 kr. til gróðursetningar í lúpínubreiður við Úlfljótsvatn

  • Fossá skógræktarfélag, 450.000 kr. til gróðursetningar í landi Fossár Hvalfirði

  • Skógræktarfélag Strandasýslu, 350.000 kr. til gróðursetningar á Klúkumelum

  • Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga, 300.000 kr. til gróðursetningar á Gunnfríðarstöðum

Verkefnisstjóri Vorviðar er Sæmundur Kr. Þorvaldsson, skógfræðingur og skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á síðu verkefnisins, skogur.is/vorvidur.

Skógræktin þakkar þann mikla áhuga sem verkefninu Vorviði hefur verið sýndur og óskar styrkhöfum góðs gengis í skógræktarverkefnum sínum. Styrkir verða greiddir út í nóvember þegar gögn um plöntukaup styrkþega hafa borist. Aftur er stefnt að því að auglýsa styrki lausa til umsóknar í lok ársins. Umsækjendur sem ekki hlutu styrk að þessu sinni en uppfylltu skilyrði verkefnisins eru sérstaklega hvattir til að sækja um á ný.

Fréttir og aðrar upplýsingar um skógræktarmál er að finna á öflugri heimasíðu Skógræktarinnar https://www.skogur.is/

Fréttir og aðalfundur

Komið er nýtt ár og fyrsti mánuður ársins að baki.  Við sitjum enn föst í viðjum Covid en horfum fram á bjartari tíma.

Í bréfi til félagsmanna sem sent var í tölvupósti 22. desember síðastliðinn nefndi ég meðal annars að Það hefði ekki ríkt nein lognmolla hjá Skógræktarfélaginu í desember og Guðmundarlundur hafði verið bókstaflega fullur af fólki út úr hliði dag eftir dag. Við lögðumst í þá vinnu að skrá og fylgjast með umferð fólks um lundinn í desember og niðurstaðan var sú að við vitum með fullri vissu að um 6500 manns komu í Guðmundarlund þann mánuð og höfum sterkan grun um að við þá tölu megi bæta vel yfir 1000 manns.  Þá eru ótaldir þeir aðilar sem nýta sér Vatnsendaheiðina ofan Guðmundarlundar til útivistar. Í sumar var aðsókn gífurleg hvern dag frá morgni og fram á kvöld en síðan dróg mikið úr mannaferðum í september þegar faraldurinn reis upp aftur enda öllum brugðið. Það stóð ekki lengi því jafnt og þétt snéri fólk til baka þegar á leið og aðsóknin jóks aftur dag frá degi.  

Það er auðvelt að stunda útiveru og bæta lýðheilsu í Guðmundarlundi þó margir séu í lundinum á sama tíma. Svæðið hefur sterkt aðdráttarafl enda hefur það upp á margt að bjóða. Það væri fróðlegt og áhugavert að setja upp teljara til talningar á fólki og ökutækjum við Guðmundarlund en slíkar talningar hjálpa mikið til við skipulag og vinnu við svæðinu þegar fjöldinn er orðin eins mikill og raun ber vitni.

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs

Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna COVID-19 veirunnar hefur stjórn Skógræktarfélags Kópavogs tvisvar þurft að fresta aðalfundi félagsins. Fyrst átti að halda hann hann í lok mars 2020 en eðlilega var honum frestað. Síðan var stefnt  á að boða til aðalfundar í september en það gekk ekki eftir.  Nú hefur stjórn Skógræktarfélagsins ákveðið að reyna að halda tvo aðalfundi hvor á eftir öðrum sama dag í lok marsmánuðar. Hvort það gengur veit engin en fundurinn verður boðaður formlega með minnst 10 daga fyrirvara eins og lög félagsins kveða á um en þó ekki fyrr en reglur um fjöldatakmarkanir og nálægðarmörk verða ásættanleg.

Með kveðju

Kristján Jónasson

Formaður stjórnar Skógræktarfélags Kópavogs

Mikill fjöldi gesta heimsækir Guðmundalund daghvern

Mikill fjöldi gesta heimsækir Guðmundalund daghvern

RÓTARSKOTIÐ SKÝTUR RÓTUM Í ÞRIÐJA SINN rótum

SKJÓTUM RÓTUM er átak sem Lands­björg stend­ur að ásamt Skóg­rækt­ar­fé­lagi Íslands en eitt tré er gróður­sett­ fyr­ir hvert keypt rót­ar­skot. Átakið er leið til þess að styrkja öflugt og mikilvægt sjálfboðastarf björgunarsveitanna og efla um leið skógrækt í landinu.

Fyrir og um síðustu áramót seldust um 8 þúsund rótarskot á landinu öllu. Þann 10. júní 2020 voru gróðursettar 4000 birkiplöntur í Selfjall í Kópavogi af félögum úr Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, Skógræktarfélagi Íslands og öðrum sem létu sig málið varða. Framkvæmdin í Selfjalli var í umjón Skógræktarfélags Kópavogs.

Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs hvetur alla landsmenn til að kaupa rótarskot og styrkja og efla starfsemi björgunarsveita og um leið stuðla að aukinni skógrækt og bættum lífsgæðum. Rótarskotin eru seld á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveitanna.

https://www.landsbjorg.is/forsida/vidburdir/vidburdur/994/flugeldasala-bjorgunarsveitanna-2020

og

https://landsbjorg.sharepoint.com/:f:/s/Deildir/PR00035/EieTxW9g4DFNopaoB7J8rYUBj4pdlbYoJmIWqMXrXAxlRQ?e=vVdUft

Jólakveðja

Ágæti félagi

Nú eru birkisöfnun og birkisáningar í Selfjalli að baki þetta árið. Vetur hefur gengið í garð og nýjar áherslur í starfsemi Skógræktarfélags Kópavogs litið dagsins ljós.

Það hefur ekki ríkt nein lognmolla hjá Skógræktarfélaginu í desember. Guðmundarlundur hefur bókstaflega verið fullur út úr hliði dag eftir dag. 

Sett var upp ljósum skreytt jólatré á flötina í Guðmundarlundi fyrir fyrstu helgi í aðventu og hundruð skólabarna hafa sótt lundinn heim, dansað í kringum jólatréð og sungið jólalög með Bólu og jólasveinunum svo undir tók í fjöllum.  

Grýla, Leppalúði, Skjóða og Hurðaskellir færðu Kópavogsbúum og öðrum landsmönnum jólaandann á silfurfati og leikritið Ævintýrið í Jólaskógi hefur sannarlega slegið í gegn því hundruð gesta, ungir sem aldnir hafa lagt leið sína í Guðmundarlund til að upplifa skemmtilega jólastemningu og ævintýri sem sannarlega mun lifa í minningunni. 

Um leið og klaka leysti á mini-gólfvellinum birtust kylfingar á öllum aldri og slógu bolta eins og enginn væri morgundagurinn. Frisbí gólfarar hafa ekki látið sig vanta en þeir mæta snemma á morgnana og hætta seint á kvöldin því myrkrið truflar ekki þeirra leik.

Fyrir nokkrum dögum voru tekin í notkun falleg og barnvæn leiktæki og hafa börnin sannarlega tekið þessum tækjum fagnandi en þau styrkja enn frekar svæðið sem útivistar og leiksvæði.

Aðrir mæta í Guðmundarlund í þeim tilgangi að anda að sér fersku heiðar loftinu, njóta trjánna og mannlífsins og ganga um eða skokka til að auka hreysti og vellíðan. 

Í Hvalfirði á jörðinni Fossá þar sem Skógræktarfélagið vinnur að skógrækt var almenningi að venju boðið uppá að mæta og leita sér að jólatré og til að höggva. Þessi fjölskyldustund í skóginum hefur mælst vel fyrir og lögðu fjölmargir leið sína að Fossá. Á Fossá eru merktar gönguleiðir en svæðið býður upp á mikla útivistarmöguleika og þess virði að leggja leið sína þangað árið um kring. 

 Jólahátíðin er að ganga í garð, hátíð ljóss og friðar. Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs og starfsmaður þakkar gott samstarf og velvild á árinu og hlökkum til að takast á við verkefni ársins 2021.

Við óskum þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. 

Með kveðju

Kristján Jónasson, formaður skógræktafélags Kópavogs.

_MG_2047.JPG

Ævintýri í Jólaskógi

Grýla, Leppalúði, Hurðaskellir og Skjóða eru í Guðmundarlundi í Kópavogi í desember.

Komdu þér og þinni fjöldskyldu í jólaskap á tæplega klukkutíma langri sýningu þar sem áhorfendur ganga í litlum hópum um skóginn í Guðmundarlundi, vopnaðir vasaljósum og hitta á ferðum sínum persónur úr jólafjölskyldu okkar Íslendinga, þau Grýlu, Leppalúða, Hurðaskelli og Skjóðu.

Allar upplýsingar um sýninguna er að finna á www.tix.is

Logo .jpg
Summary Block
This is example content. Double-click here and select a page to feature its content. Learn more

HÖGGVIÐ YKKAR EIGIÐ jÓLATRÉ - FJÖLSKYLDUSTUND Í SKÓGINUM

Höggvið ykkar eigið jólatré  - Fjölskyldustund í skóginum.

Jólatrjáasala verður á Fossá í Hvalfirði tvær helgar í desember þ.e laugardaginn 5. og sunnudaginn 6. desember og aftur 12. og 13. desember milli kl 11:00 og 15:00

Einstaklingum sem og starfsmannafélögum eða öðrum hópum gefst nú, eins og undanfarin ár, frábært tækifæri til að koma að Fossá í Kjós og ná sér í jólatré. 

Jólatré sem seld eru að Fossá kosta aðeins 6.000 allt að 2,5. metrum.

Þegar komið er að Fossá er hægt að fá lánaða sög og leiðbeiningar starfsfólks um hvar megi sækja tré og hvernig skuli bera sig að. (Þeir sem eiga góða sög eru hvattir til að taka hana með sér).

Þegar tréð hefur verið valið og fellt stendur til boða aðstoð við að pakka trénu inn í net sé þess óskað.  Hægt er að greiða fyrir tréð/ trén hvort sem er með peningum, korti eða leggja beint inn á Fossárfélagið.

Öll vinna við sölu trjánna er unnin í sjálfboðavinnu og er afrakstur sölunnar notaður til að til að gróðursetja fleiri tré á Fossá og styrkja svæðið enn frekar sem útivistarsvæði.

Skógurinn að Fossá er opinn skógur og allir velkomnir að njóta hans árið um kring.

Hvernig kemst ég að Fossá?

Jörðin Fossá er frekar innarlega í Hvalfirði. Beygt er af Vesturlandsveginum inn í Hvalfjörð að sunnanverður, skammt frá Hvalfjarðargöngunum.

Leiðin liggur inn Hvalfjörðinn og er farið yfir Laxá,  framhjá Hálsi í Kjós , Hvammsvík, og Hvítanesi þar sem gamla Bretabryggjan hangir enn uppi.

Næsta jörð við Hvítanes er Fossá og er svæðið vel merkt þegar komið er að.

Allir eru velkomnir í ævintýraland jólatrjánna að Fossá.

Nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum síma 839-6700 eða í gegnum netfangið skogkop@gmail.com

28. nóv 2020

Landsátaki í söfnun birkifræs lokið þetta haustið

Landsátaki í söfnun birkifræs 2020 hefur gengið mjög vel. Það kom strax í ljós að fjölmargar fjölskyldur sameinuðust um að leggja málefninu lið og safna fræi og stunda um leið holla og góða útiveru.

Formlega lauk birkifræsöfnunarverkefninu í lok október þetta haustið og voru þá allar söfnunartunnur sem staðið hafa í Bónusverslunum síðan um miðjan september teknar niður.

En það eru ekki allir einstaklingar og fjölskyldur á því að verkefninu sé lokið þetta haustið því enn er okkur að berast fræ enda hanga reklar víða á birkitrjám þó þeim hafi fækkað mikið að undanförnu og munu sennilega hverfa af trjánum næstu daga.

Skógræktarfélag Kópavogs tekur við öllu fræi og er hægt að ná sambandi við félagið í gegnum síma 839-6700 eða senda tölvupóst á skogkop@gmail.com

Landgræðslan og Skógræktin hófu leikinn í landsöfnun á birkifræi og kölluðu að borðinu fjölmarga aðila við skipulagningu og stjórnun aðgerða. Skógræktarfélag Kópavogs og Kópavogsbær voru meðal þeirra sem svöruðu kallinu og í góðri samvinnu var góðu verki skilað.

Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs vill þakka öllum sem hafa lagt hönd á plóg við söfnun og sáningu. Þátttaka almennings er lykillinn að þeim góða árangri sem náðist.

Með kveðju

stjórn Skógræktarfélags Kópavogs

10 nóv 2020

Við dreifum fræjum laugardaginn 3. október í landsátaki til útbreiðslu birkiskóga.

 

Skógræktarfélag Kópavogs og Kópavogsbær leggja verkefninu lið en þann 3. október klukkan 11.00 verður sáð birkifræjum í örfoka landi í Selfjalli í Lækjarbotnum. Þar verður öllu fræi sem safnast á höfuðborgarsvæðinu í landssöfnunni sáð.

Almenningi gefst kostur á þátttöku í þessu mikilvæga fjöldskyldu verkefni. Leiðbeinendur verða á staðnum og fræða þátttakendur um birki og sáningar á birkifræi í opið land

Mikilvægt er að vera klæddur eftir veðri.

Nánari upplýsingar um landsátakið er að finna á vefsíðunni www. birkiskogur.is

Leiðin að Selfjalli

Þegar ekið er í austur eftir Suðurlandsvegi í átt að Hveragerði er afleggjari til hægri áður en komið er að brekkurót Lögbergsbrekku. Á gatnamótunum blasir við fánaborg með fána Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Kópavogs. ( sjá mynd ) Eftir að beygt hefur verið er ekið beint áfram og blasir þá fljótlega við önnur fánaborg og síðan sú þriðja en þar er ætlum við að safnast saman og sá birkifræi.

Leggjum landinu lið og fjölmennum

29. sept 2020

 

 

Sáning hafin í verkefninu „ Landsöfnun á birkifræjum „

Það var líf og fjör föstudaginn 25. september 2020 þegar nemendur í 3. og 4. bekk í Waldorfskólanum ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs og fulltrúum aðstandenda verkefnisins hófu sáningar í brekkurót Selfjalls í Lækarbotnum í Kópavogi.

Í dag laugardag 26. september klukkan 11:00 er öllum sem vettlingi geta valdið boðið að taka þátt í sáningu birkifræjanna og aftur 3. október á sama tíma.

Skógræktarfélag Kópavogs og Kópavogsbær sjá viðburðina.

Kíktu einnig á frétt á heimasíðu Kópavogs: kopavogur.is

Source: www.kopavogur.is

Birkifræ í Selfjall – 26. september

Nú er hafin landssöfnun á birkifræjum. Skógræktin og Landgræðslan hafa tekið höndum saman og óska eftir stuðningi landsmanna við að breiða út birkiskóga landsins.

Landsátakið til útbreiðslu birkiskóga hófst á degi íslenskrar náttúru 16. september síðastliðinn þegar forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra söfnuðu birkifræjum í skógarlundi við Bessastaði í sérstök söfnunarbox. Þessi söfnunarbox liggja frammi í verslunum Bónus á starfsstöðvum Skógræktarinnar, Landgræðslunnar og Terru en þar eru einnig staðsettar söfnunartunnur til að skila fræjunum í að lokinn söfnun.

Nánari upplýsingar um söfnunina og hvernig á að skila fræi er að finna á vefsíðunni birkiskogur.is.

Við dreifum fræjum á laugardaginn 26. september

Skógræktarfélag Kópavogs og Kópavogsbær ætla að leggja þessu verkefni lið en þann 26. september klukkan 11.00 verður hafist handa við sáningu á birkifræjum í örfoka landi í Selfjalli í Lækjarbotnum. Þar verður öllu fræi sem safnast á höfuðborgarsvæðinu í landss

öfnunni sáð.

Almenningi gefst kostur á þátttöku í þessu mikilvæga fjöldskyldu verkefni. Leiðbeinendur verða á staðnum og fræða þátttakendur um birki og sáningar á birkifræi í opið land

Mikilvægt er að vera klæddur eftir veðri.

Fyrir þá sem ekki komast þann dag verður leikurinn endurtekinn laugardaginn 3. október á sama tíma.

Leiðin að Selfjalli

Þegar ekið er í austur eftir Suðurlandsvegi í átt að Hveragerði er afleggjari til hægri áður en komið er að brekkurót Lögbergsbrekku. Á gatnamótunum blasir við fánaborg með fána Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Kópavogs. ( sjá myndir hér fyrir neðan ) Eftir að beygt hefur verið er ekið beint áfram og blasir þá fljótlega við önnur fánaborg og síðan sú þriðja en þar er ætlum við að safnast saman og sá birkifræi.

Leggjum landinu lið og fjölmennum.

Heiðarból í Selfjalli

Heiðarból

 Skógræktarsamstarf Ferðafélagsins Útivistar og Skógræktarfélags Kópavogs

Ferðafélagið Útivist hefur tekið reit í fóstur á Selfjalli í Kópavogi, nánar tiltekið í Lækjarbotnum. Hugmyndin er að vinna að fjölbreyttri landgræðslu og gróðurrækt á svæðinu, setja upp bekki og fegra svæðið á annan hátt en það mun í framtíðinni nýtast félögum í Útivist, auk gesta og gangandi.

Þetta verkefni er tilkomið vegna fjárgjafar Jóns Ármanns Héðinssonar til félagsins, sem áformað er að nýtist til skógræktar og fegrunar lands. Fyrir tilstilli þessa ánægjulega framlags Jóns Ármanns hefur verið komið á samstarfi við Skógræktarfélag Kópavogs.

Reiturinn er í suðurhlíð Selfjalls sem er milli Heiðmerkur og Sandfells. Þar stóð um áratuga skeið skáli sem var í eigu ferðafélagsins Farfugla meðan það var og hét og kallaðist Heiðarból og er ætlunin er að halda því nafni um þennan reit.

Til stendur að hefja vinnu í Heiðarbóli sunnudaginn 20. september nk. En þá ætla félagar í Útivist að fjölmenna og kynna sér svæðið, huga að skipulagningu til framtíðar og gróðursetja þar trjáplöntur. 

Safnast verður saman við Waldorfskólann í Lækjarbotnum kl. 11:00 og þaðan verður gengið upp og yfir Selfjall að Heiðarbóli. 

Kristinn H. Þorsteinsson frá Skógræktarfélagi Kópavogs tekur á móti göngufólki með skóflur og trjáplöntur og verður félögum til handleiðslu.

Að gömlum og góðum sið verður boðið uppá kaffi og kleinur.

Eldri borgurum boðið í Guðmundarlund 1.júlí

Eldri borgurum í Kópavogi verður boðið í Guðmundarlund miðvikudaginn 1. júlí næstkomandi.  Félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi og Félag eldri borgara í Kópavogi standa fyrir ferðinni sem hefst klukkan 15.00 og stendur til 17.00.  Skógræktarfélag Kópavogs tekur á móti gestum í Guðmundarlundi.

Boðið verður upp á rútuferðir frá öllum félagsmiðstöðvum Kópavogs, gleðigjafarnir mæta og léttar veitingar í boði.

Skógarplöntur

Sótti 5000 Greni og Furu plöntur að Kvistum. Þessa plöntur vilja komast í jörð sem fyrst. Þeir sem áhuga hafa er velkomið að létta okkur lið við plöntun. Plönturnar eru í Guðmundarlundi.

Read more

Tröpputré.

Eins og undanfarandi ár verður Skógræktarfélagið með “ Tröpputré “ til sölu. Við eru að hefja undirbúning á að setja tréin á öflugri undirstöður en undanfarandi ár. Þessi eiga að standa betur í tröppunum og svo er hægt að nota fótinn í eldivið eða í garðeldstæðið.

thumbnail_IMG_4165[1].jpg
Tröpputré 2018.jpg