Við dreifum fræjum laugardaginn 3. október í landsátaki til útbreiðslu birkiskóga.

 

Skógræktarfélag Kópavogs og Kópavogsbær leggja verkefninu lið en þann 3. október klukkan 11.00 verður sáð birkifræjum í örfoka landi í Selfjalli í Lækjarbotnum. Þar verður öllu fræi sem safnast á höfuðborgarsvæðinu í landssöfnunni sáð.

Almenningi gefst kostur á þátttöku í þessu mikilvæga fjöldskyldu verkefni. Leiðbeinendur verða á staðnum og fræða þátttakendur um birki og sáningar á birkifræi í opið land

Mikilvægt er að vera klæddur eftir veðri.

Nánari upplýsingar um landsátakið er að finna á vefsíðunni www. birkiskogur.is

Leiðin að Selfjalli

Þegar ekið er í austur eftir Suðurlandsvegi í átt að Hveragerði er afleggjari til hægri áður en komið er að brekkurót Lögbergsbrekku. Á gatnamótunum blasir við fánaborg með fána Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Kópavogs. ( sjá mynd ) Eftir að beygt hefur verið er ekið beint áfram og blasir þá fljótlega við önnur fánaborg og síðan sú þriðja en þar er ætlum við að safnast saman og sá birkifræi.

Leggjum landinu lið og fjölmennum

29. sept 2020