Grillleiga í Guðmundarlundi
Í Guðmundarlundi sem er í Vatnsendahlíð í Vatnsendalandi er boðið upp á þrjár mismunandi aðstöður til að grilla. Þær eru: Grillhúsið, Gamla húsið og Grillflötur. Hvert svæði innan Guðmundarlundar er leigt út af fyrir sig og leigt út hálfan dag í senn. Hægt er að skoða myndir af grillsvæðunum neðar á síðunni.
Grillin eru steinsteypt kolagrill og er stærð grillflatar 70 x 39 sm. Grillin við Gamla húsið og í Grillhúsinu eru undir skyggni en á Grillfleti er það undir berum himni.
Leigutaki skaffar sjálfur kol, uppkveikilög, grilltöng og allan borðbúnað og annað því tengdu sem til þarf til þess að slá upp grillveislu. Nauðsynlegt er að hafa meðferðis borðtuskur til að strjúka af bekkjum og sætum.
Tunnur eru undir grillum til að setja sópa kolum í að grilli loknu. Áfast við grillin eru vírburstar til að hreinsa grindurnar. Rusl skal setja í tunnur sem eru á grillsvæðunum og er vel þegið ef dósir og flöskur eru aðskilin frá öðrum úrgangi. Starfsmenn Skógræktarfélags Kópavogs fjarlægja rusl af svæðinu en að sjálfsögðu mega leigutakar taka allt rusl með sér af svæðinu kjósi þeir það.
Grillleigan er í hálfan dag í senn og tímarnir eru:
fyrir hádegi 9:00-15:00
eftir hádegi 15:00-00:00
Athugið að Gamla húsið er í leigu frá kl. 17:00 á virkum dögum í sumar.
Tekjur af grillleigu fara í rekstur á Guðmundalundi.
Leiguverð er eftirfarandi:
Bóka Leigu
Fyllið inn formið hér að neðan til að bóka leigu á grillsvæði. Á dagatalinu sést hvenær svæðin eru bókuð. Leiguna þarf að greiða með millifærslu á bankareikning Skógræktarfélag Kópavogs:
Banki: 0322-26-006010
kt. 601072-0179
Greiða þarf innan 48 klukkustunda frá skráningu. Ekki er hægt að fá leiguna endurgreidda. Leiguverð er með VSK.
Vinsamlega fylgið umgegnisreglum á svæðinu. Athugið að notkun einnota grilla er bönnuð í Guðmundarlundi. Af gefnu tilefni viljum við biðja þá sem leigja grillsvæði að passa það að þeir séu á því svæði og á þeim tíma sem þeir bókuðu.
AF GEFNU TILEFNI eru gestir vinsamlegast beðnir um að festa ekki blöðrur né veifur á staura eða skilti utan lundarins. Hestar á reiðstígum eiga það til að fælast og afleiðingar af því geta orðið mjög alvarlegar.
Ferlið við bókun er að velja svæði, tímann og staðfesta. Um leið og bókun hefur verið staðfest getur enginn annar bókað valinn tíma.