Það var líf og fjör föstudaginn 25. september 2020 þegar nemendur í 3. og 4. bekk í Waldorfskólanum ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs og fulltrúum aðstandenda verkefnisins hófu sáningar í brekkurót Selfjalls í Lækarbotnum í Kópavogi.
Í dag laugardag 26. september klukkan 11:00 er öllum sem vettlingi geta valdið boðið að taka þátt í sáningu birkifræjanna og aftur 3. október á sama tíma.
Skógræktarfélag Kópavogs og Kópavogsbær sjá viðburðina.
Kíktu einnig á frétt á heimasíðu Kópavogs: kopavogur.is