Birkifræ í örfoka land - landsöfnun

Nú er hafin landssöfnun á birkifræjum.

Skógræktin og Landgræðslan hafa tekið höndum saman og óska eftir stuðningi landsmanna við að breiða út birkiskóga landsins.

Landsátakið til útbreiðslu birkiskóga hófst á degi íslenskrar náttúru 16. september síðastliðinn þegar forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra söfnuðu birkifræjum í skógarlundi við Bessastaði í sérstök söfnunarbox.

Þessi söfnunarbox liggja frammi í verslunum Bónus á starfsstöðvum Skógræktarinnar, Landgræðslunnar og Terru en þar eru einnig staðsettar söfnunartunnur til að skila fræjunum í að lokinn söfnun.

Nánari upplýsingar um söfnunina og hvernig á að skila fræi er að finna á vefsíðunni birkiskogur.is.

Skógræktarfélag Kópavogs og Kópavogsbær ætla að leggja þessu verkefni lið.
Þann 26. september næstkomandi klukkan 11.00 verður hafist handa við sáningu á birkifræjum í örfoka landi í Selfjalli í Lækjarbotnum. Þar verður öllu fræi sem safnast á höfuðborgarsvæðinu í landssöfnunni sáð.

Almenningi gefst kostur á þátttöku í þessu mikilvæga fjöldskyldu verkefni.
Leiðbeinendur verða á staðnum og fræðaþátttakendur um birki og sáningar á birkifræi í opið land.

Mikilvægt er að vera klæddur eftir veðri.

Fyrir þá sem ekki komast þann dag verður leikurinn endurtekinn laugardaginn 3. október á sama tíma.

Skógræktarfélag Kópavogs mun senda út nánari upplýsingar um tilhögun verkefnisins í Selfjalli þegar nær dregur.