SKJÓTUM RÓTUM er átak sem Landsbjörg stendur að ásamt Skógræktarfélagi Íslands en eitt tré er gróðursett fyrir hvert keypt rótarskot. Átakið er leið til þess að styrkja öflugt og mikilvægt sjálfboðastarf björgunarsveitanna og efla um leið skógrækt í landinu.
Fyrir og um síðustu áramót seldust um 8 þúsund rótarskot á landinu öllu. Þann 10. júní 2020 voru gróðursettar 4000 birkiplöntur í Selfjall í Kópavogi af félögum úr Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, Skógræktarfélagi Íslands og öðrum sem létu sig málið varða. Framkvæmdin í Selfjalli var í umjón Skógræktarfélags Kópavogs.
Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs hvetur alla landsmenn til að kaupa rótarskot og styrkja og efla starfsemi björgunarsveita og um leið stuðla að aukinni skógrækt og bættum lífsgæðum. Rótarskotin eru seld á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveitanna.
https://www.landsbjorg.is/forsida/vidburdir/vidburdur/994/flugeldasala-bjorgunarsveitanna-2020
og