Tré ársins 2023 var formlega útnefnt við hátíðlega athöfn sunnudaginn 10. september.
Sjá frétt á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands https://www.skog.is/tre-arsins-2023/
Your Custom Text Here
Tré ársins 2023 var formlega útnefnt við hátíðlega athöfn sunnudaginn 10. september.
Sjá frétt á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands https://www.skog.is/tre-arsins-2023/
Hin árlega og geysivinsæla skemmtiferð eldri borgara í Kópavogi var farin í Guðmundarlund þann 20. júní í blíðskaparveðri.
Um 220 manns sóttu hátíðina sem er samstarfsverkefni Félags eldri borgara í Kópavogi, Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar.
Glens og gaman hefur ætíð fylgt þessum góða hóp eldri borgara en boðið var upp á léttar veitingar, tónlistin var í höndum Gleðigjafanna þeirra Gulla, Sigga sem með aðstoð Ingvars þöndu nikkurnar og söngur fólksins ómaði um allan lundinn. Stuttar og hnitmiðaðar ræður fluttu þau Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs, Þröstur Magnússon formaður Skógræktarfélags Kópavogs og Margrét Halldórsdóttir nýkjörin formaður Félag eldri borgara í Kópavogi og var gerður góður rómur að ræðumönnum.
Sjá einnig hér: Frétt á heimasíðu FEBK
Þriðjudaginn 27. júní verður haldinn í samstarfi Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar undir merkinu Líf í lundi þar sem hvatt er til hreyfingar, samveru og skóga- og náttúruupplifunar. Viðburðurinn Líf í lundi verður nú haldinn í sjötta sinn og fer fram í kringum Jónsmessuna víða um land.
DAGSKRÁ
Dagskrá dagsins hefst kl 17:00 þar sem safnast verður saman í Fræðslusetrinu í Guðmundarlundi í Leiðarenda 3 og verður heitt á könnunni. Fljótlega verður gengið upp á Vatnsendaheiði undir leiðsögn og hugað að gróðri og sögu.
Á heiðinni verður horft til framtíðar og gróðursettar plöntur í þágu aukinna lífsgæða.
Skógrækt er góð leið til að binda CO2 úr andrúmsloftinu til langs tíma en um leið er verið að stuðla að jarðvegsvernd. Sveppum og mordýrum í jarðvegi fjölgar vatnsmiðlun eflist og skógurinn opnar nýja möguleika til útivistar svo eitthvað sé nefnt.
Að gróðursetningu lokinni verður gengið til baka í Guðmundarlund.
*Athugið að þeir sem ekki treysta sér að ganga upp og Vatnsendaheiði en vilja taka þátt í gróðursetningum eða fylgjast með þá er hægt aka bifreið að gróðursetningar stað.
Að lokinni formlegri dagskrá geta þátttakendur í Líf í lundi dvalið áfram í Guðmundarlundi og bardúsað við ýmislegt skemmtilegt enda hefur lundurinn upp á margt að bjóða. Í lundinum er meðal annars 10 brauta frísbígolfvöllur, leiktæki og frábær 9 holu minigolfvöllur.
Inni í miðjum Guðmundarlundi er Hermannsgarður, lítill og vinalegur blómagarður, með steinabeðum, stígum og bekkjum og svo er það auðvitað skógurinn sjálfur sem bíður upp á mikla möguleika til leikja og útivistar.
Fyrir þá sem ætla að taka hring á iðjagrænum golfvellinum þá má benda á að hver og einn verður að taka með sér eigin golfkylfur og kúlur og það sama á við um frísbígolfvöllinn, að fólk verður að koma með sína diska.
Ekki eru allir sem rata í Guðmundarlund er einfaldast fyrir þá að fara inn á https://ja.is/ og slá inn Leiðarendi 3.
Skógræktarfélag Kópavogs hlaut landgræðsluverðlaun 2023 fyrir endurheimt birkivistkerfa, söfnun og sáningu á birkifræi. Nánari upplýsingar um Landgræðsluverðlaunin má finna á eftirfarandi slóð: https://land.is/landgraedsluverdlaunin-2023/
Félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi og Félag eldri borgara í Kópavogi efna til skemmtiferðar í Guðmundarlund þriðjudaginn 20. júní næstkomandi.
Guðmundarlundur er afar vistlegt útivistarsvæði sem nýtur mikilla vinsælda almennings en svæðið hefur sterkt aðdráttarafl og hefur upp á margt að bjóða.
Gestgjafar í Guðmundalundi verða Skógræktarfélag Kópavogs og Kópavogsbær sem taka á móti gestunum milli klukkan 14:00 og 16:00.
Glens og gaman hefur ætíð fylgt þessum góða hóp eldri borgara og verður boðið verður uppá léttar veitingar, tónlist og fluttar stuttar ræður. Aðgangur er ókeypis en skráning er nauðsynleg fyrir 16. júní vegna útvegunar veitinga og takmarkaðs sætaframboðs í rútu. Hjólastólabíla þarf að panta af þátttakendum. Þeir sem koma á einkabílum þurfa líka að skrá sig.
Rúta frá Gjábakka kl.13.00
Rúta frá Gullsmára kl.13.15
Rúta frá Boðanum kl.13.45
Þeir sem koma á eigin vegum og rata ekki í Guðmundarlund geta t.d. farið inn t.d. inn á www.ja.is og slá inn Leiðarendi 3 einning má nálgst kort með því að slá HÉR á.
Þátttökulistar liggja frammi á félagsmiðstöðvunum. Einnig má skrá þátttöku með því að senda tölvupóst á febk@febk.is
Bikarmót Breiðabliks í ólympískum fjallahjólreiðum verður haldið í Guðmundarlundi í Kópavogi sunnudaginn, 21. maí 2023.
Um er að ræða braut sem liggur meðal annars um hluta af skógræktarsvæði í Guðmundarlundi en brautin er sett upp í samráði og samvinnu við Skógræktarfélag Kópavogs, https://skogkop.is/.
Í aðdraganda mótsins eru hjólarar beðnir um að fara varlega þegar þeir fara um skóginn í Guðmundarlundi þar sem hún liggur í gegnum frisbígolfvöll. Áhorfendur og aðrir gestir eru einnig vinsamlegast beðnir að sýna aðgát á meðan á keppni stendur.
Upplýsingar um keppnina er að finna á eftirfarandi slóð. https://xco.breidablik.bike/
Andaðu djúpt og njóttu alls þess sem skógurinn hefur upp á að bjóða!
Skógræktarfélag Íslands og Grasagarður Reykjavíkur standa fyrir viðburði í Grasagarðinum 21. mars og má nálgast upplýsingar um viðburðinn á slóðinni : https://www.skog.is/skogarjoga-a-althjodlegum-degi-skoga-21-mars/
Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs boðar til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 21. mars 2023. Fundurinn hefst kl 19:30 á Leiðarenda 3 í Guðmundarlundi í Kópavogi.
Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins.
Lög félagsins má nálgast á vef félagsins www.skogkop.is
Að aðalfundi loknum flytur Guðmundur Halldórsson skordýrafræðingur erindið „Meindýr á trjágróðri“
Guðmundur er vel þekktur fræðimaður á sínu sviði og það verður áhugavert að fá að heyra hvað hann hefur fram að færa.
Skógræktarfélag Íslands og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins boða til fræðslu- og kynningarfundar um Græna stíginn.
Fundurinn verður haldinn í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19 í Reykjavík, föstudaginn 3. mars næst komandi kl. 13-17.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Skráning á fundinn er á netfangið skraning@skog.is og er skráningarfrestur til 1. mars.
Taka þarf fram hvort mætt verði á staðinn eða fylgst með í streymi. Sendur verður hlekkur fyrir streymið þegar nær dregur.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands. https://www.skog.is/fraedslufundur-um-graena-stiginn/
Ágæti félagi
Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs boðar til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 21. mars 2023.
Fundurinn hefst kl 19:30 á Leiðarenda 3 í Guðmundarlundi í Kópavogi.
Dagskrá fundarins verður auglýst þegar nær dregur.
Lög félagsins má nálgast á vef félagsins www.skogkop.is
Með kærri kveðju
Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs
Fagráðstefna skógræktar 2023 verður haldin á Ísafirði 29.-30. mars 2023. Þema ráðstefnunnar verður „Skógrækt á tímum hamfarahlýnunar“.
Þetta er tveggja daga ráðstefna og er fyrri dagurinn helgaður þema hennar. Síðari dagurinn er vettvangur fjölbreyttra erinda og kynninga á málefnum sem snerta skógrækt, skógrannsóknir, skógtækni og skyld efni.
Auglýst hefur verið eftir erindum og veggspjöldum á dagskrá ráðstefnunnar. Frestur til að skila inn tillögum að erindum er til 17. febrúar en hægt er að skila inn tillögum að veggspjöldum til 10. mars.
Úr Tunguskógi í Skutulsfirði. Ljósmynd: Áskell Þórisson
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands er haldinn að hausti til ár hvert. Á fundinum er kosið í stjórn félagsins, lagabreytingar afgreiddar þegar það á við og fjallað um margvísleg málefni sem snerta skógræktarfélögin í heild eða skógrækt almennt.
Einstök skógræktarfélög skiptast á að vera gestgjafar fundarins og því er fundarstaður breytilegur milli ára. Gefur það skógræktarfélögunum tækifæri til að kynna starfsemi síns félags og fræðast um starfsemi annarra félaga. Aðalfundurinn er einnig mikilvægur félagslegur vettvangur, þar sem þátttakendum gefst kostur á að viðhalda og endurnýja kynni við gamla og nýja félaga innan skógræktarhreyfingarinnar.
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2023 verður haldinn á Patreksfirði dagana 1.-3. september 2023 og eru Skógræktarfélög Patreksfjarðar, Bíldudals og Tálknafjarðar gestgjafar fundarins.
Þeir félagsmenn Skógræktarfélags Kópavogs sem hafa áhuga á að sækja fundinn eða fá nánari upplýsingar geta sent póst á Skógræktarfélag Kópavogs - skogkop@gmail.com
Gísli Óskarsson fyrrum stjórnarmaður Skógræktarfélags Kópavogs er fallinn frá 75 ára að aldri.
Meðfylgjandi er andlátsfrétt Gísla sem birt var í Morgunblaðinu.
Skógræktarfélag Kópavogs vottar fjölskyldu, vinum og aðstandendum samúðar.
Auglýsing um styrki fyrir árið 2023
Árlega úthlutar Landbótarsjóður Landgræðslunnar styrkjum til að styðja félagasamtök, bændur, sveitarfélög og aðra umráðahafa lands við verndun og endurheimt gróðurs og jarðvegs. Áratugurinn 2021 til 2030 er tileinkaður endurheimt vistkerfa og er fólk eindregið hvatt til þátttöku.
Landgræðslan veitir ráðgjöf við framkvæmd þeirra verkefna sem sjóðurinn styrkir og hefur jafnframt eftirlit með framvindu þeirra og metur árangur.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er umsóknarfrestur til og með 22. janúar 2023.
Ákvörðun um styrkveitingar byggir á markmiðum laga nr. 155/2018 um landgræðslu.
Með því að smella hér ferðu á síðu Landbótasjóðs. Einnig er hægt að hafa samband við Landgræðsluna í Gunnarsholti, sími 488 3000, og héraðssetur Landgræðslunnar um land allt.
Landgræðslan býður verktökum á ókeypis kvöldnámskeið um vernd og endurheimt votlendis með áherslu á aðferðir við framkvæmdir.
Eftir námskeiðið fá þátttakendur staðfestingarskjal sem hægt verður að framvísa þegar sótt er um verk í endurheimt votlendis.
Dagsetning: 22. febrúar næstkomandi klukkan 20:00.
Fundarstaður: Rafrænn fundur (Teams).
Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2023 og skráning fer fram í síma 488-3085 eða með tölvupósti á votlendi@land.is
Mynd Landgræðslan
Það hlýjaði um hjartarætur að opna Fréttablaðið að morgni laugardags og sjá fallega mynd frá Guðmundalundi á bls 2 „Jól í skóginum“ Mynd frá leiksýningunni frábæru sem dregur að sér þúsundir gesta á öllum aldri í svartasta skammdeginu í aðdraganda hátíða.
Höggvið ykkar eigið jólatré - Fjölskyldustund í skóginum.
Jólatrjáasala verður á Fossá í Hvalfirði tvær helgar í desember þ.e laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. desember og aftur 10. og 11. desember milli kl 11:00 og 15:00
Einstaklingum sem og starfsmannafélögum eða öðrum hópum gefst nú, eins og undanfarin ár, frábært tækifæri til að koma að Fossá í Kjós og ná sér í jólatré.
Jólatrén eru seld eftir hæð þeirra. Tré allt að 1,5 m. á hæð kostar 6000,-. Hæðaflokkur 1,5 – 2 m. er á 8000,- og 2 – 2,5 m. á 12000,-
Þegar komið er að Fossá er hægt að fá lánaða sög og leiðbeiningar starfsfólks um hvar megi sækja tré og hvernig skuli bera sig að. (Þeir sem eiga góða sög eru hvattir til að taka hana með sér).
Þegar tréð hefur verið valið og fellt stendur til boða aðstoð við að pakka trénu inn í net sé þess óskað. Hægt er að greiða fyrir tréð/ trén hvort sem er með peningum, korti eða leggja beint inn á reikning.
Öll vinna við sölu trjánna er unnin í sjálfboðavinnu og er afrakstur sölunnar notaður til að gróðursetja fleiri tré á Fossá og styrkja svæðið enn frekar sem útivistarsvæði.
Skógurinn að Fossá er opinn skógur og öllum velkomið að njóta hans árið um kring.
Hvernig kemst ég að Fossá?
Jörðin Fossá er frekar innarlega í Hvalfirði. Beygt er af Vesturlandsveginum inn í Hvalfjörð að sunnanverður, skammt frá Hvalfjarðargöngunum.
Leiðin liggur inn Hvalfjörðinn og er farið yfir Laxá, framhjá Hálsi í Kjós , Hvammsvík, og Hvítanesi þar sem gamla Breta Bryggjan hangir enn uppi.
Næsta jörð við Hvítanes er Fossá og er svæðið vel merkt þegar komið er að. Helgina 10. og 11. desember milli kl 11:00 og 15:00 standa félagar úr Skógræktarfélagi Kópavogs vaktina og taka á móti einstaklingum og fjölskyldum sem koma í skóginn að höggva tré.
Allir eru velkomnir í ævintýraland jólatrjáa að Fossá. Nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum síma 839-6700 eða í gegnum netfangið skogkop@gmail.com
===================================
Kallað eftir aðstoð félagsmanna.
Ef þú félagi góður hefur áhuga á að taka þátt í sjálfboðastarfi og standa vaktina með skemmtilegu fólki á Fossá þó ekki væri nema dagpart þá vinsamlegast skráðu þig í gegnum netfangið www.skogkop@gmail.com eða hringdu síma 839-6700.
Upplýsingar um Fossá má finna á heimasíðu Skógræktarfélags Kópavogs https://skogkop.is/raektarsvaedi-fossa
Landsverkefnið Söfnum og sáum birkifræi hvetur landsmenn til að skila nú á söfnunarstöðvar því fræi sem safnast hefur. Nokkuð vantar upp á að markmið ársins hafi náðst. Enn er líka nóg af fræi á trjánum og fram undan góðir veðurdagar til að safna.
Nú er fræsöfnunartíminn í hámarki og allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að fara út að tína meðan tíðin er góð.
Smelltu á eftirfarandi slóð og lestu meira: Kallað eftir birkifræjum
Kristján Jónasson varaformaður Skógræktarfélags Kópavogs er fallinn frá 75 ára að aldri.
Meðfylgjandi er andlátsfrétt Kristjáns sem birt var í Morgunblaðinu.
Skógræktarfélag Kópavogs vottar fjölskyldu, vinum og aðstandendum samúðar.
Fyrir stuttu ræddi Björn Traustason, fagstjóri landupplýsinga hjá Skógræktinni og formaður Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um fegurð í þættinum Uppástandi á Rás 1. Þar velti hann meðal annars upp fegurð skóga og ólíkri fegurðarskynjun eftir veðri og vindum, stað og stund, en ræddi líka um deilur fólks um fegurð eins og segir á á heimasíðu Skógræktarinnar. Hér er tengill til að fræðast meira Um fegurð | Skógræktin (skogur.is)