ELDRI BORGARAR Í GUÐMUNDARLUNDI 20 JÚNI 2023

Félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi og Félag eldri borgara í Kópavogi efna til skemmtiferðar í Guðmundarlund þriðjudaginn 20. júní næstkomandi.   

Guðmundarlundur er afar vistlegt útivistarsvæði sem nýtur mikilla vinsælda almennings en svæðið hefur sterkt aðdráttarafl og hefur upp á margt að bjóða.
Gestgjafar í Guðmundalundi verða Skógræktarfélag Kópavogs og Kópavogsbær sem taka á móti gestunum milli klukkan 14:00 og 16:00.  

Glens og gaman hefur ætíð fylgt þessum góða hóp eldri borgara og verður  boðið verður uppá léttar veitingar, tónlist og fluttar stuttar ræður.  Aðgangur er ókeypis en skráning er nauðsynleg fyrir 16. júní vegna útvegunar veitinga og takmarkaðs sætaframboðs í rútu. Hjólastólabíla þarf að panta af þátttakendum. Þeir sem koma á einkabílum þurfa líka að skrá sig.

  • Rúta frá Gjábakka   kl.13.00

  • Rúta frá Gullsmára  kl.13.15

  • Rúta frá Boðanum   kl.13.45

Þeir sem koma á eigin vegum og rata ekki í Guðmundarlund  geta t.d. farið inn t.d. inn á www.ja.is og slá inn Leiðarendi 3 einning má nálgst kort með því að slá HÉR á.

Þátttökulistar liggja frammi á félagsmiðstöðvunum. Einnig má skrá þátttöku með því að senda tölvupóst á febk@febk.is