FJALLAHJÓLAMÓT Í GUÐMUNDARLUNDI 21. MAÍ 2023

Bikarmót Breiðabliks í ólympískum fjallahjólreiðum verður haldið í Guðmundarlundi í Kópavogi sunnudaginn, 21. maí 2023.

Um er að ræða braut sem liggur meðal annars um hluta af skógræktarsvæði í Guðmundarlundi en brautin er sett upp í samráði og samvinnu við Skógræktarfélag Kópavogs,  https://skogkop.is/.

Í aðdraganda mótsins eru hjólarar beðnir um að fara varlega þegar þeir fara um skóginn í Guðmundarlundi þar sem hún liggur í gegnum frisbígolfvöll. Áhorfendur og aðrir gestir eru einnig vinsamlegast beðnir að sýna aðgát á meðan á keppni stendur.
Upplýsingar um keppnina er að finna á eftirfarandi slóð. https://xco.breidablik.bike/