Landgræðslan býður verktökum á ókeypis kvöldnámskeið um vernd og endurheimt votlendis með áherslu á aðferðir við framkvæmdir.
Eftir námskeiðið fá þátttakendur staðfestingarskjal sem hægt verður að framvísa þegar sótt er um verk í endurheimt votlendis.
Dagsetning: 22. febrúar næstkomandi klukkan 20:00.
Fundarstaður: Rafrænn fundur (Teams).
Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2023 og skráning fer fram í síma 488-3085 eða með tölvupósti á votlendi@land.is
Mynd Landgræðslan