Fagráðstefna skógræktar 2023

Fagráðstefna skógræktar 2023 verður haldin á Ísafirði 29.-30. mars 2023. Þema ráðstefnunnar verður „Skógrækt á tímum hamfarahlýnunar“.

Þetta er tveggja daga ráðstefna og er fyrri dagurinn helgaður þema hennar. Síðari dagurinn er vettvangur fjölbreyttra erinda og kynninga á málefnum sem snerta skógrækt, skógrannsóknir, skógtækni og skyld efni.

Auglýst hefur verið eftir erindum og veggspjöldum á dagskrá ráðstefnunnar. Frestur til að skila inn tillögum að erindum er til 17. febrúar en hægt er að skila inn tillögum að veggspjöldum til 10. mars.

Úr Tunguskógi í Skutulsfirði. Ljósmynd: Áskell Þórisson