HEIMSÓKN ELDRI BORGARA Í GUÐMUNDARLUND 20. JÚNÍ

Hin árlega og geysivinsæla skemmtiferð eldri borgara í Kópavogi var farin í Guðmundarlund þann 20. júní í blíðskaparveðri.

Um 220 manns sóttu hátíðina sem er samstarfsverkefni Félags eldri borgara í Kópavogi, Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar.

Glens og gaman hefur ætíð fylgt þessum góða hóp eldri borgara en boðið var upp á léttar veitingar, tónlistin var í höndum Gleðigjafanna þeirra Gulla, Sigga sem með aðstoð Ingvars þöndu nikkurnar og söngur fólksins ómaði um allan lundinn.  Stuttar og hnitmiðaðar ræður fluttu þau Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs, Þröstur Magnússon formaður Skógræktarfélags Kópavogs og Margrét Halldórsdóttir nýkjörin formaður Félag eldri borgara í Kópavogi og var gerður góður rómur að ræðumönnum.

Sjá einnig hér: Frétt á heimasíðu FEBK