LANDBÓTASJÓÐUR LANDGRÆÐSLUNAR - STYRKIR

Auglýsing um styrki fyrir árið 2023

Árlega úthlutar Landbótarsjóður Landgræðslunnar styrkjum til að styðja félagasamtök, bændur, sveitarfélög og aðra umráðahafa lands við verndun og endurheimt gróðurs og jarðvegs. Áratugurinn 2021 til 2030 er tileinkaður endurheimt vistkerfa og er fólk eindregið hvatt til þátttöku.

Landgræðslan veitir ráðgjöf við framkvæmd þeirra verkefna sem sjóðurinn styrkir og hefur jafnframt eftirlit með framvindu þeirra og metur árangur.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er umsóknarfrestur til og með 22. janúar 2023.

Ákvörðun um styrkveitingar byggir á markmiðum laga nr. 155/2018 um landgræðslu.

Með því að smella hér ferðu á síðu Landbótasjóðs. Einnig er hægt að hafa samband við Landgræðsluna í Gunnarsholti, sími 488 3000, og héraðssetur Landgræðslunnar um land allt.

VILT ÞÚ STARFA VIÐ ENDURHEIMT ?

Landgræðslan býður verktökum á ókeypis kvöldnámskeið um vernd og endurheimt votlendis með áherslu á aðferðir við framkvæmdir. 

Eftir námskeiðið fá þátttakendur staðfestingarskjal sem hægt verður að framvísa þegar sótt er um verk í endurheimt votlendis. 

Dagsetning: 22. febrúar næstkomandi klukkan 20:00. 

Fundarstaður: Rafrænn fundur (Teams).

Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2023 og skráning fer fram í síma 488-3085 eða með tölvupósti á votlendi@land.is

Mynd Landgræðslan

HÖGGVIÐ YKKAR EIGIÐ JÓLATRÉ

Höggvið ykkar eigið jólatré  - Fjölskyldustund í skóginum.

Jólatrjáasala verður á Fossá í Hvalfirði tvær helgar í desember þ.e laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. desember og aftur 10. og 11. desember milli kl 11:00 og 15:00 

Einstaklingum sem og starfsmannafélögum eða öðrum hópum gefst nú, eins og undanfarin ár, frábært tækifæri til að koma að Fossá í Kjós og ná sér í jólatré.  

Jólatrén eru seld eftir hæð þeirra. Tré allt að 1,5 m. á hæð kostar 6000,-.  Hæðaflokkur 1,5 – 2 m. er á 8000,- og 2 – 2,5 m. á 12000,-

Þegar komið er að Fossá er hægt að fá lánaða sög og leiðbeiningar starfsfólks um hvar megi sækja tré og hvernig skuli bera sig að. (Þeir sem eiga góða sög eru hvattir til að taka hana með sér).

Þegar tréð hefur verið valið og fellt stendur til boða aðstoð við að pakka trénu inn í net sé þess óskað.  Hægt er að greiða fyrir tréð/ trén hvort sem er með peningum, korti eða leggja beint inn á reikning.

Öll vinna við sölu trjánna er unnin í sjálfboðavinnu og er afrakstur sölunnar notaður til að gróðursetja fleiri tré á Fossá og styrkja svæðið enn frekar sem útivistarsvæði. 

 Skógurinn að Fossá er opinn skógur og öllum velkomið að njóta hans árið um kring.

Hvernig kemst ég að Fossá?

Jörðin Fossá er frekar innarlega í Hvalfirði. Beygt er af Vesturlandsveginum inn í Hvalfjörð að sunnanverður, skammt frá Hvalfjarðargöngunum.

Leiðin liggur inn Hvalfjörðinn og er farið yfir Laxá,  framhjá Hálsi í Kjós , Hvammsvík, og Hvítanesi þar sem gamla Breta Bryggjan hangir enn uppi.

Næsta jörð við Hvítanes er Fossá og er svæðið vel merkt þegar komið er að. Helgina 10. og 11. desember milli kl 11:00 og 15:00 standa félagar úr Skógræktarfélagi Kópavogs vaktina og taka á móti einstaklingum og fjölskyldum sem koma í skóginn að höggva tré.

Allir eru velkomnir í ævintýraland jólatrjáa að Fossá. Nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum síma 839-6700 eða í gegnum netfangið skogkop@gmail.com

===================================

Kallað eftir aðstoð félagsmanna.

Ef þú félagi góður hefur áhuga á að taka þátt í sjálfboðastarfi og standa vaktina með skemmtilegu fólki á Fossá þó ekki væri nema dagpart þá vinsamlegast skráðu þig í gegnum netfangið www.skogkop@gmail.com eða hringdu síma 839-6700.

Upplýsingar um Fossá má finna á heimasíðu Skógræktarfélags Kópavogs https://skogkop.is/raektarsvaedi-fossa

BIRKIFRÆBANKINN KALLAR EFTIR FRÆJUM

Landsverkefnið Söfnum og sáum birkifræi hvetur landsmenn til að skila nú á söfnunarstöðvar því fræi sem safnast hefur. Nokkuð vantar upp á að markmið ársins hafi náðst. Enn er líka nóg af fræi á trjánum og fram undan góðir veðurdagar til að safna.

Nú er fræsöfnunartíminn í hámarki og allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að fara út að tína meðan tíðin er góð.

Smelltu á eftirfarandi slóð og lestu meira: Kallað eftir birkifræjum

ANDLÁT

Kristján Jónasson varaformaður Skógræktarfélags Kópavogs er fallinn frá 75 ára að aldri.
Meðfylgjandi er andlátsfrétt Kristjáns sem birt var í Morgunblaðinu.

Skógræktarfélag Kópavogs vottar fjölskyldu, vinum og aðstandendum samúðar.

UM FEGURÐ

Fyrir stuttu ræddi Björn Traustason, fagstjóri landupplýsinga hjá Skógræktinni og formaður Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um fegurð í þættinum Uppástandi á Rás 1. Þar velti hann meðal annars upp fegurð skóga og ólíkri fegurðarskynjun eftir veðri og vindum, stað og stund, en ræddi líka um deilur fólks um fegurð eins og segir á á heimasíðu Skógræktarinnar. Hér er tengill til að fræðast meira Um fegurð | Skógræktin (skogur.is)

STARFSMENN ÍSLANDSBANKA TÍNDU BIRKIFRÆ

Starfsmenn í áhættustýringu Íslandsbanka fór í ræktarsvæði Skógræktarfélag Kópavogs við Selfjall  í byrjun október og tíndu birkifræ. Það voru 18 starfsmenn bankans sem tóku þátt en Íslandbanki býður starfsfólki sínu að leggja góðum verkefnum lið og getur það varið einum vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis og velja sjálfir það málefni sem þeir vilja veita liðsinni. Hópurinn valdi að taka þátt í landsöfnun Landgræðslunnar og Skógræktarinnar við að breiða út birkiskóga landsins og nutu aðstoðar Skógræktarfélags Kópavogs. Fræi var safnað af sjálfssáðum birkitrjám á svæðinu og gekk mjög vel að safna. Í það heila söfnuðust um 45 lítrar af fræi yfir daginn en lauslega má reikna með að það sé um 4 milljóna fræja. Hópurinn sáði síðan um helmingum af fræinu í hlíðar Selfjalls og restin fór í þurrk og síðan gefið í landssöfnunina.

Ritað af Páli Sveinssyni hjá Íslandsbanka

ÆSKAN STÓÐ SIG VEL 4. OKT

Vel gekk að safna birkifræi í Guðmundarlundi, reit Skógræktarfélags Kópavogs 4. okt þegar félagið bauð félagsfólki sínu og almenningi að fræðast um söfnun og sáningu á birkifræi og leggja sitt af mörkum til landsátaksins.

Sjá áhugaverða frétt á heimasíðu Skógræktarinnar:https://www.skogur.is/is/um-skograektina/frettir-og-vidburdir/frettir-og-pistlar/nog-af-fraei-a-sudvesturlandi-ef-vel-er-ad-gad

BIRKIFRÆTÍNSLA Í VATNSENDAHLÍÐ 4. OKT

Skógræktarfélag Kópavogs í samstarfi við Kópavogsbæ efna til birkifrætínslu þriðjudaginn 4. október í Vatnsendahlíð kl. 17.30-19.00.

Safnast verður saman við fræðslusetrið á Leiðarenda 3 í Guðmundarlundi þar sem stutt fræðsla fer fram um hvernig staðið skal að söfnun og sáningu birkifræja. Að fræðslu lokinni verður gengið út í skóg, spölkorn frá fræðslusetrinu og fræi safnað.

Fyrir alla fjölskylduna

Söfnun birkifræja er skemmtilegt fjölskylduverkefni. Börn hafa mjög gaman af því að tína fræ. Þau skynja mikilvægi þessa verkefnis afskaplega vel og eru fljót að tileinka sér vinnubrögð. Að tína birkifræ er holl og góð útivera og hreyfing en mikilvægt er að meta veður og klæða sig eftir því.

Að lokinni frætínslu má annað hvort skilja fræin eftir hjá Skógræktarfélaginu eða skila þeim í fræsöfnunarkassa í Bónusverslunum og Olís-stöðvum. Þeim fræjum sem safnað er verður sáð í örfoka land víða um land, meðal annars í upplandi Kópavogs. Þá getur fólk líka tekið fræið sitt með sér heim og síðan valið eigin svæði til sáninga.

Með því að klæða örfoka landsvæði birkiskógi stöðvast kolefnislosun og binding hefst í staðinn. Átakið snýr að bæði loftslags- og umhverfisvernd og er liður í því að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám en þekur einungis 1,5% lands í dag. Markmið stjórnvalda er að birki vaxi á fimm prósentum landsins árið 2030. Það er í senn metnaðarfullt og mikilvægt starf að auka þekju birkiskóga og birkikjarrs í 5%. Það verður ekki auðvelt og því er mikilvægt að virkja sem flesta til þessa verkefnis.

Bakhjarlar verkefnisins eru Bónuss, Olís og Prentmet Oddi ásamt Skógræktinni og Landgræðslunni. Aðrir samstarfsaðilar eru Skógræktarfélag  Kópavogs, Kópavogsbær, Landvernd, Lionshreyfingin, Kvenfélagasamband Íslands, Skógræktarfélag Íslands og aðildarfélög þess og fleiri.

Leiðarlýsing að Guðmundarlundi á já.is.

Leiðarlýsing að Guðmundarlundi á Google Maps

Vefur Skógræktarfélags Kópavogs

https://birkiskogur.is/

BIRKIFRÆSÖFNUN Í HEIÐMÖRK 27. SEPT.

Þriðjudaginn 27. september kl. 17.30 – 19.00 efnir Skógræktarfélag Reykjavíkur til söfnunar birkifræja í Heiðmörk. Viðburðurinn hentar allri fjölskyldunni, ekki síst börnum sem gjarnan eru mjög áhugasöm um fræsöfnun. Í upphafi er stutt fræðsluerindi um fræsöfnun og sáningu í Smiðjunni viðarvinnslu félagsins.

NÁNARI UPPLÝSiNGAR ER AÐ FINNA Á SLÓÐINNI:  https://heidmork.is/birkifraesofnun-i-heidmork/

LANGDSÁTAK Í BIRKISÖFNUN AÐ HEFJAST

Skógræktarfélag Eyfirðinga ríður á vaðið og opnar formlega landsátak Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í söfnun og sáningu á birkifræi. Félagið býður fólki að koma í Garðsrárreit í Eyjafirði fimmtudaginn 22. september kl. 17 og tína þar fræ af birki. Verkefnastjóri átaksins verður með fræðslu um birkifræsöfnun og auðvitað verður alvöru skógarstemmning með ketilkaffi á könnunni og safa fyrir börnin.

SJÁ ÝTARLEGRI UMFJÖLLUN UM DAGINN OG VERKEFNIÐ Á SLÓÐINNI:  

https://www.skogur.is/is/um-skograektina/frettir-og-vidburdir/frettir-og-pistlar/landsatak-i-birkifraesofnun-ad-hefjast

TRÉ ÁRSINS 2022 YFIR 30 METRA HÁTT

Sitkagreni var útnefnt tré ársins 2022 við hátíðlega athöfn á krikjubæjarklaustri 12. september. Tréð var gróðursett 1949 og mældist 30 metrar og fimmtán sentimetrar á hæð, en þetta í fyrsta skipti sem tré hefur mælst yfir 30 metrar hér á landi, frá því fyrir ísöld.

Forsætisráðherra fékk heiðurinn að því að mæla tréið en henni til halds og trausts var Björn Traustason, fagstjóri landupplýsinga á rannsóknasviði Skógræktarinnar.

Meira um þennan merka viðburð má lesa á vefsíðu Skógrækarinnar á slóðinni:  https://www.skogur.is/is/um-skograektina/frettir-og-vidburdir/frettir-og-pistlar/haesta-tred-fra-thvi-fyrir-isold

FRÆÐSLUGANGA Í TRJÁSAFNINU Í MELTUNGU 16. SEPT

Kópavogsbær og Sögufélag Kópavogs hafa sl. áratug eða svo staðið fyrir fræðslugöngum víðsvegar um bæinn í námunda við dag íslenskrar náttúru þann 16. september, þó ekkert hafi orðið af þessum viðburði sl. tvö ár vegna Covid19. Á laugardaginn kemur, 17. september, verður þráðurinn tekinn upp að nýju og bæjarbúum og öðrum gestum boðið upp á fræðslugöngu um trjásafn Kópavogsbæjar í Meltungu, austast í Fossvogsdal, í leiðsögn staðkunnugra.

Gróðursetning í trjásafnið í Meltungu hófst fyrir 25 árum og er þar nú að finna um 1.200 tegundir og yrki trjáa og runna, margra sjaldgæfra, og er safnið orðið eitt stærsta sinnar tegundar hérlendis. Í trjásafninu er að finna þemagarða og -svæði, s.s. Rósagarðinn, Yndisgarðinn, Aldingarðinn, Sígræna garðinn, Aspaskóginn, garðlöndin o.fl. Sjón er sögu ríkari.

Lagt verður af stað frá bílastæðunum við austurenda Kjarrhólma kl. 13:00 og er áætlað að göngunni ljúki um kl. 15:00. Boðið verður upp á grillpylsur á staðnum að göngu lokinni.

VIÐ GRÓÐURSETJUM - ALMENNINGI ER BOÐIÐ AÐ TAKA ÞÁTT Í SKÓGRÆKT

Íbúum Kópavogs og öðrum áhugasömum er boðið að taka þátt í skógrækt

Á Degi íslenskrar náttúru, föstudaginn 16. september nk., verður útivistar- og fjölskyldudagur haldinn í samstarfi Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar, þar sem hvatt er til hreyfingar, samveru og skógar- og náttúruupplifunar. 

DAGSKRÁ

Dagskrá dagsins hefst kl 17:00 þar sem safnast verður saman í Fræðslusetrinu í Guðmundarlundi í Leiðarenda 3 og verður heitt á könnunni. Fljótlega verður gengið út á Vatnsendaheiði undir leiðsögn og hugað að gróðri og sögu.
Á heiðinni verður horft til framtíðar og gróðursettar trjáplöntur í þágu aukinna lífsgæða.

Skógrækt er góð leið til að binda CO2 úr andrúmsloftinu til langs tíma en um leið er verið að stuðla að jarðvegsvernd. Sveppum og mordýrum í jarðvegi fjölgar, vatnsmiðlun eflist og skógurinn opnar nýja möguleika til útivistar svo eitthvað sé nefnt.
Að gróðursetningu lokinni verður farið til baka í Guðmundarlund.

*Athugið að þeir sem ekki treysta sér að ganga að Vatnsendaheiði en vilja taka þátt í gróðursetningu eða fylgjast með, þá er hægt að aka bifreið að gróðursetningarstaðnum.

Að lokinni formlegri dagskrá geta þátttakendur dvalið áfram í Guðmundarlundi og bardúsað við ýmislegt skemmtilegt, enda hefur lundurinn upp á margt að bjóða. Í lundinum er meðal annars 10 brauta frísbígolfvöllur, leiktæki og frábær 9 holu minigolfvöllur. Inni í miðjum Guðmundarlundi er Hermannsgarður, lítill og vinalegur blómagarður með steinbeðum, stígum og bekkjum og svo er það auðvitað skógurinn sjálfur sem býður upp á mikla möguleika til leikja og útivistar.

Fyrir þá sem ætla að taka hring á iðjagrænum minigolfvellinum þá má benda á að hver og einn verður að taka með sér eigin golfkylfur og -kúlur og það sama á við um frísbígolfvöllinn, fólk verður að koma með sína diska.

Fyrir þá sem ekki rata í Guðmundarlund er einfaldast að fara inn á https://ja.is/ og slá inn: Leiðarendi 3.

Úvistar- OG FJÖLSKYLDUDAGUR 5. júlí

Þriðjudaginn 5. júlí verður útivistar- og fjölskyldudagur haldinn í samstarfi Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar þar sem hvatt er til hreyfingar, samveru og skóga- og náttúruupplifunar. 

DAGSKRÁ

Dagskrá dagsins hefst kl 17:00 þar sem safnast verður saman í Fræðslusetrinu í Guðmundarlundi í Leiðarenda 3 og verður heitt á könnunni. Fljótlega verður gengið upp á Vatnsendaheiði undir leiðsögn og hugað að gróðri og sögu.
Á heiðinni verður horft til framtíðar og gróðursettar plöntur í þágu aukinna lífsgæða.

Skógrækt er góð leið til að binda CO2 úr andrúmsloftinu til langs tíma en um leið er verið að stuðla að jarðvegsvernd. Sveppum og mordýrum í jarðvegi fjölgar vatnsmiðlun eflist og skógurinn opnar nýja möguleika til útivistar svo eitthvað sé nefnt.
Að gróðursetningu lokinni verður farið til baka í Guðmundarlund.

*Athugið að þeir sem ekki treysta sér að ganga upp og Vatnsendaheiði en vilja taka þátt í gróðursetningum eða fylgjast með þá er hægt aka bifreið að gróðursetningar stað.

Að lokinni formlegri dagskrá geta þátttakendur dvalið áfram í Guðmundarlundi og bardúsað við ýmislegt skemmtilegt enda hefur lundurinn upp á margt að bjóða. Í lundinum er meðal annars 10 brauta frísbígolfvöllur, leiktæki og frábær 9 holu minigolfvöllur. Inni í miðjum Guðmundarlundi er Hermannsgarður, lítill og vinalegur blómagarður, með steinabeðum, stígum og bekkjum og svo er það auðvitað skógurinn sjálfur sem bíður upp á mikla möguleika til leikja og útivistar.

Fyrir þá sem ætla að taka hring á iðjagrænum golfvellinum þá má benda á að hver og einn verður að taka með sér eigin golfkylfur og kúlur og það sama á við um frísbígolfvöllinn, að fólk verður að koma með sína diska.

Fyrir þá sem ekki rata í Guðmundarlund er einfaldast að fara inn á https://ja.is/ og slá inn Leiðarendi 3.

GRÓÐURSETNING Á LÍF Í LUNDI 27. JÚNÍ 2022

Mánudaginn 27. júní verður útivistar- og fjölskyldudagur haldinn í samstarfi Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar undir merkinu Líf í lundi þar sem hvatt er til hreyfingar, samveru og skóga- og náttúruupplifunar. Viðburðurinn Líf í lundi verður nú haldinn í fimmta sinn og fer fram í kringum Jónsmessuna víða um land.

DAGSKRÁ

Dagskrá dagsins hefst kl 17:00 þar sem safnast verður saman í Fræðslusetrinu í Guðmundarlundi í Leiðarenda 3 og verður heitt á könnunni. Fljótlega verður gengið upp á Vatnsendaheiði undir leiðsögn og hugað að gróðri og sögu.

Á heiðinni verður horft til framtíðar og gróðursettar plöntur í þágu aukinna lífsgæða.

Skógrækt er góð leið til að binda CO2 úr andrúmsloftinu til langs tíma en um leið er verið að stuðla að jarðvegsvernd. Sveppum og mordýrum í jarðvegi fjölgar vatnsmiðlun eflist og skógurinn opnar nýja möguleika til útivistar svo eitthvað sé nefnt.

Að gróðursetningu lokinni verður gengið til baka í Guðmundarlund.

*Athugið að þeir sem ekki treysta sér að ganga upp og Vatnsendaheiði en vilja taka þátt í gróðursetningum eða fylgjast með þá er hægt aka bifreið að gróðursetningar stað.

Að lokinni formlegri dagskrá geta þátttakendur í Líf í lundi dvalið áfram í Guðmundarlundi og bardúsað við ýmislegt skemmtilegt enda hefur lundurinn upp á margt að bjóða. Í lundinum er meðal annars 10 brauta frísbígolfvöllur, leiktæki og frábær 9 holu minigolfvöllur.

Inni í miðjum Guðmundarlundi er Hermannsgarður, lítill og vinalegur blómagarður, með steinabeðum, stígum og bekkjum og svo er það auðvitað skógurinn sjálfur sem bíður upp á mikla möguleika til leikja og útivistar.

Fyrir þá sem ætla að taka hring á iðjagrænum golfvellinum þá má benda á að hver og einn verður að taka með sér eigin golfkylfur og kúlur og það sama á við um frísbígolfvöllinn, að fólk verður að koma með sína diska.

Fyrir þá sem ekki rata í Guðmundarlund er einfaldast að fara inn á https://ja.is/ og slá inn Leiðarendi 3.

FERÐ ELDRI BORGARA Í GUÐMUNDARLUND 15 JÚNÍ 2022

Félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi og Félag eldri borgara í Kópavogi efna til skemmtiferðar í Guðmundarlund fimmtudaginn 15. júní næstkomandi.   

Guðmundarlundur er afar vistlegt útivistarsvæði sem nýtur mikilla vinsælda almennings en svæðið hefur sterkt aðdráttarafl og hefur upp á margt að bjóða.
Gestgjafar í Guðmundalundi verða Skógræktarfélag Kópavogs og Kópavogsbær sem taka á móti gestunum milli klukkan 14:00 og 16:00.  
Boðið verður upp á rútuferðir frá BOÐANUM, GULLSMÁRANUM og GJÁBAKKANUM kl. 13:30 og til baka rétt fyrir kl. 16. Fólk getur einnig komið í Guðmundalund á eigin vegum en til að finna lundinn er góð leið að fara t.d. inn á www.ja.is og slá inn Leiðarendi 3 og skoða kort.

Vegna veitinga þarf að skrá þátttöku í síðasta lagi mánudaginn 13. júní á eyðblöð í félagsmiðstöðvunum í Kópavogi eða með því að senda tölvupóst á febk@febk.is

Við skráningu þarf sérstaklega að taka fram hvort þátttakandi ætli að nýta sér rútuna eða koma sér í Guðmundarlund á eigin vegum.  

Þeir sem þurfa á hjólastólabíl að halda er bent á að panta sér far með fyrirvara hjá Ferðaþjónustu fatlaðra í síma 515 – 2720.

Glens og gaman hefur ætíð fylgt þessum góða hóp eldri borgara og sem fyrr mun verða boðið verður uppá léttar veitingar.

GUÐMUNDARLUNDUR MEÐ TUGI ÞÚSUNDA GESTA Á ÁRI - FRÉTT Í MBL

Frétt sem birtist í Mbl 3. júní 2022 rituð af Steinþóri Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ljósmynd: Morgunblaðið/Hákon

Guðmundarlundur með tugi þúsunda gesta á ári - Nær 5.000 skráðir gestir í vikunni • Þörf á stærra svæði

Guðmundarlundur í Kópavogi er mjög vinsælt, um 11 hektara útivistarsvæði og þangað koma tugir þúsunda gesta árlega. „Við erum komin yfir þolmörk og í raun þyrftum við að stækka svæðið vegna vinsælda þess,“ segir Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs.

Guðmundarlundur í Kópavogi er mjög vinsælt, um 11 hektara útivistarsvæði og þangað koma tugir þúsunda gesta árlega. „Við erum komin yfir þolmörk og í raun þyrftum við að stækka svæðið vegna vinsælda þess,“ segir Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs.

Guðmundur H. Jónsson, þáverandi forstjóri BYKO, og fjölskylda gáfu Skógræktarfélagi Kópavogs, gamlan sumarbústað og skóg í leigulandi í eign Kópavogs í Stórabási í Vatnsendahlíð í Vatnsendalandi 1997 og fékk spildan nafnið Guðmundarlundur. Félagið hefur unnið markvisst að landgræðslu og skógrækt á svæðinu, en jafnframt stuðlað að aukinni fræðslu um það samfara uppbyggingu þess með útivist og afþreyingu í huga. Þar eru margir göngustígar, grasflatir, leiksvæði, níu holu minigolfvöllur, tíu brauta frisbígolfvöllur og grillaðstaða á þremur stöðum auk húsnæðis sem er meðal annars notað sem fræðslumiðstöð fyrir börn í grunnskólum Kópavogs. „Svæðið hefur vaxið og dafnað smám saman og er eitt allra besta og vinsælasta útivistarsvæðið landsins,“ segir Kristinn.

Regluleg aðsókn allt árið

Almenningur nýtir svæðið allt árið. Kristinn segir það vinsælt fyrir ýmis mannamót eins og til dæmis fyrirtækjasamkomur, fjölskyldudaga, afmæli og brúðkaup auk þess sem meðlimir í félagasamtökum séu tíðir gestir. Daglega í desember fyrir jólin standi jolasveinar.is fyrir leiksýningu, þar sem Grýlu, Leppalúða, Skjóðu og fleiri bregður fyrir í skóginum. „Í fyrra komu 10.000 gestir í skóginn í desember, annað eins í maí og þessa vikuna eru tæplega 5.000 skráðir gestir,“ segir Kristinn um aðsóknina.

Kristinn bendir á að Guðmundarlundur sé í raun hlið inn í Vatnsendaheiðina og áfram inn í Heiðmörk. „Þetta er sannkölluð útivistarperla í jaðri annarrar slíkrar.“ Grunnskólabörn í Kópavogi taki þátt í gróðursetningu í svonefndum Skólaskógum á hverju ári, skólakrakkar víðs vegar að af landinu komi á svæðið sér til skemmtunar og það iði af lífi og fjöri árið um kring. „Bikarmót fjallahjólreiðamanna í Breiðabliki fer fram í Vatnsendahlíðinni árlega og stjórnendur nota aðstöðuna okkar en þessu fylgir fjöldi keppenda, starfsmanna og áhorfenda, svo dæmi um viðburð sé tekið.“

Skógræktarfélag Kópavogs sér alfarið um svæðið og segir Kristinn mikla vinnu aðeins við að halda hlutum í horfinu. Stækkunarmöguleikar séu fyrir hendi. Lundurinn sé í tengslum við skóg fyrir ofan á Vatnsendaheiðinni og tvinna megi svæðin betur saman.

„Gríðarlegur fjöldi leitar í Guðmundarlund og Vatnsendaheiðina en þrátt fyrir það verða margir mjög hissa þegar þeir koma hingað í fyrsta skipti, og það kemur þeim á óvart hvað þetta er skemmtilegt svæði. Það hefur enda aðeins verið reifað hvort ekki sé kominn tími til að stækka Guðmundarlund og efla hann.“

 

Bikarmót í fjallahjólreiðum 19. maí

Bikarmót Breiðabliks í ólympískum fjallahjólreiðum verður haldið í Guðmundarlundi í Kópavogi fimmtudaginn, 19. maí 2022.

Um er að ræða braut sem liggur meðal annars um skógræktarsvæði skógræktar Kópavogs og er brautin sett upp í samráði og samvinnu við skógræktina. Í aðdraganda mótsins eru hjólarar beðnir um að fara varlega þegar þeir fara um skóginn í Guðmundarlundi þar sem hún liggur í gegnum frisbígolfvöll. Vinsamlegast takið því tillit til annarra sem eiga þar leið um. Þessum hluta brautarinnar verður síðan lokað á sjálfum keppnisdegi.