SALUR SKÓGRÆKTARFÉLAGS KÓPAVOGS LEIÐARENDA 3. Í KÓPAVOGI

Almennt leigutímabil salarins er frá og með 15. mars til 16. nóvember.
Leiga á salnum utan þess tíma er háð auknum skilyrðum sem koma fram neðst á þessari síðu á eftir skráningarformi fyrir fyrirspurn um leigu á salnum.

==============================================================================
Í Guðmundarlundi í Kópavogi er nýr og vandaður fjölnota salur, sem hentar mjög vel fyrir hverskyns tilefni til að mynda fermingar, brúðkaup, afmælisveislur, starfsmannaveislur, erfidrykkjur ráðstefnur, fyrirlestra og fundi.

Húsið er á einni hæð og gott aðgengi er fyrir alla.
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða og þjónustuaðila er við húsið sjálft. Aðrið leggja bílum undir brekkunni og ganga spölkorn upp að húsi.

Rúmgott anddyri er í húsinu, Þrjú salerni fyrir gesti og þar af eitt hannað fyrir hreyfihamlaða. Stór trépallur eða verönd er tengt húsnæðinu að vestanverðu.

Salurinn tekur allt að 80 manns í sitjandi borðhald en nokkuð fleiri gesti ef um er að ræða standandi veisluhöld. Hámarks fjöldi í húsi er 150 manns. Borð í sal eru fellanleg og stærð þeirra er 80 cm x 125 cm. Dúkar fylgja ekki borðum og sjá leigjendur um þá sjálfir.

Kertastjakar á borð fyrir spríttkerti eru til staðar.

Ræðupúlt er í salnum.

Þegar stólum er raðað upp í bíóuppstillingu fyrir t.d. fyrirlestra eru aðstæður fyrir allt að 80 manns í sæti sem er sá fjöldi stóla sem fylgir húsinu. Þess má geta að þegar fundir eða fyrirlestrar eru í salnum og borð látin vísa að gafli þar sem skjáir eru geta allir og fylgst með skjáum og er þá bíóuppstilling ekki nauðsynleg áhorfsins vegna.

Tækni búnaður í sal sem fylgir leiguverði er:
• Nettenging og frír aðgangur að Wi-Fi.
• Tveir samtengdir sýningarskjáir með HDMI tengingu og breytistykki yfir í VGA. Ef þörf er á öðrum tengingum þá er það leigutakans að útvega það.
• Þokkalegt hljóðkerfi er til staðar fyrir talað mál og tónlist en það alfarið leigutakans skoða hvort kerfið uppfylli þær væntingar sem gerðar eru t.d. vegna aðkeyptrar tónlistar. Salurinn útvegar engin önnur hljóðkerfi en þau sem eru til staðar í húsinu.
• Snúrutengdur hljóðnemi er áfastur púlti.
• Blátönn ( Bluetooth ) er tengt hljóðkerfi.
• Dimmanleg ljós eru í sal.

Salurinn er leigður með starfsmanni sem opnar salinn og hefur umsjón með húsnæðinu á meðan viðburði stendur og lokar húsi að viðburði loknum. Auk þess að opna og loka sal sinnir starfsmaður eldhúsi, undirbýr veitingar til framreiðslu og ber fram og gengur frá. Gert er ráð fyrir að einn starfsmaður geti sinnt 40 manns. Þannig að ef gestafjöldi fer yfir 40 þá bætist við starfsmaður og annar til þegar fjöldi nær 80 manns og svo framvegis. Starfsmenn húsins búa ekki til né elda mat.

Leigutaki greiðir laun starfsmanna og er gjaldið 5000,- krónur á klukkustund fyrir hvern starfsmann. Uppgjör fer fram á milli starfsmanns og leigutaka án milligöngu eða afskipta skógræktarfélagsins.

Leigutakar annast uppstillingu á borðum, stólum og borðbúnaði og ber þeim að ganga frá sal eins og að honum var komið nema um annað sé samið.

Með aðstoð og í samráði við starfsfólk ber að ganga frá sal á eftirfarandi hátt: Þurrka af stólum og borðum í sal og og ganga frá þeim eins og komið var þeim. Borðbúnaður, eldhúsáhöld og tækjabúnaður í eldhúsi skulu vera hrein og sett á sinn stað. Fjarlægja allt skraut og hluti s.s. áfengi, matarafganga o.þ.h. sem leigutaki kemur með, að lokinni veislu, nema um annað sé samið. Á það bæði innandyra sem og utandyra. Leigutaki sópar gólf og fjarlægir uppsóp. Leigutaki getur samið við starfsmann um að sjá um öll þrif og frágang á salnum.

Leigutaki á ekki að skúra gólf og þrífa salerni því það er innifalið í leiguverði og því þarf ekki að greiða starfsmanni fyrir þau verk nema um slæma umgengni sé að ræða. ( Sjá uppl. neðar )

Móttökueldhús er í húsinu og þar er meðal annars 700 lítra ísskápur, litill frystiskápur, klakavél, uppþvottavél, ofn til að hita upp mat, tveir súpupottar og ýms áhöld tengd eldhúsi. Sérinngangur / bakinngangur liggur að eldhúsi.

Salurinn er leigður út án veitinga.

• Leiga á virkum dögum þ.e. mán - þri - mið- fim er frá klukkan 18:00 til kl 01:00. Leiguverð er krónur 45.000,-

• Virka daga á undan frídegi ( rauðum degi ) sem og föstudaga er húsið leigt út frá kl. 18:00 til kl 01:00. Leiguverð er krónur 85.000,-

• Á laugardögum og sunnudögum sem og almenna frídaga er húsið leigt út frá kl 13:00 – 01:00. Leiguverð er krónur 85.000,-

• Salurinn er jafnan afhentur samdægurs.

• Valdi leigutaki eða gestir hans skemmdum á húsnæði eða innanstokksmunum er heimilt að rukka leigutaka um viðgerðarkostnað sem af því hlýst.

• Ef salur er óeðlilega óþrifalegur eftir veislu eða annarrar uppákomu er starfsmanni heimilt að rukka sérstaklega fyrir aukaþrif. Óeðlileg umgengni telst t.d. vera kám og drykkjarleifar á veggjum, æla á salernum eða annarstaðar í húsi, klístrug og skítug gólf eftir t.d. gos, bjór eða aðra drykki og matföng. Notkun á glimmer og pappírssprengjum (comfetti) sem eru með öllu bönnuð. ( Ef þessi regla er brotin leggst undantekningarlaust 15.000,- aukagjald á leigjanda vegna þrifa af þeim völdum óháð öðrum þrifum ) Leigutaka skal gert grein fyrir þessu áður en hann yfirgefur veislu. Ef leigutaki hefur yfirgefið húsið áður skemmdir eða óeðlileg umgengi kemur í ljós þá skal umsjónarmaður taka mynd af því sem aflaga hefur farið og senda leigutaka tölvupóst á það netfang sem hann hefur gefið upp.

Leigutaki ber fulla ábyrgð á þeim einstaklingum sem eru á þeirra vegum:
Upplýsingar um lausa daga til útleigu eru ekki fyrirliggjandi á netinu þar sem samkomulag um útleigu salarins getur verið í vinnslu. Leiguverð sem og tímagjald starfsfólks getur breyst án fyrirvara nema gengið hafi verið frá samkomulagi.

======================================================================================

Leiga á salnum frá 16. nóvember til 15. mars

Vegna snjóa og oft slæms veðurs er salurinn ekki leigður út frá 16. nóvember til 15. mars nema með þeirri undantekningu að leigutaki gangist undir að sjá um snjómokstur þ.e. útvega sjálfur tæki og tól og greiða allan kostnað sem til fellur vegna ófærðar. Starfsmanni sem vinnur í sal skal greidd öll aukaleg viðvera á meðan vegur er lokaður og gestir í húsinu. Þess ber að geta að þegar þungfært verður á höfuðborgarsvæðinu vegna snjóa er ekki auðvelt að fá snjóruðningstæki með stuttum fyrirvara.