Fossá

fossa.gif

Fossá er skógræktarsvæði í Hvalfirði sem Skógræktarfélag Kópavogs og Skógræktarfélag Kjósarsýslu ‎‎‎keyptu árið 1972. Núverandi eigendur jarðarinnar eru Skógræktarfélag Kópavogs, sem á helming jarðarinnar, og svo Skógræktarfélögin í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjósarsýslu, sem skipta á milli sín hinum helmingi jarðarinnar. Jörðin er alls 1.100 hektarar og þar er búið að planta um einni milljón plöntum.  Aðallega hefur verið gróðursett greni, fura og birki. Á Fossá eru merktar gönguleiðir, og svæðið býður upp á mikla útivistarmöguleika.

Árið 2011 var skógurinn að Fossá tekinn inn í verkefnið Opinn skógur. Markmiðið með verkefninu er að opna skógræktarsvæði við alfaraleiðir, sem eru í umsjón skógræktarfélaga. Áhersla er lögð á að aðstaða og aðgengi verði til fyrirmyndar og á að miðla upplýsingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu, svo að almenningur geti nýtt sér Opinn skóg til áningar, útivistar og heilsubótar.