Yrkja

Grunnskólabörn að gróðursetja á Vatnsendaheiði.

Grunnskólabörn að gróðursetja á Vatnsendaheiði.

Yrkja er bók sem var gefin út árið 1990 í tilefni 60 ára afmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur. Með hagnaði af sölu bókarinnar sem og öðrum fjárlögum var síðan stofnaður sjóður æskunnar til ræktunar landsins. Þetta leiddi síðan af sér verkefni þ‏‏ar sem öllum 10 ára börnum í grunnskólum landsins eru afhentar plöntur sem eru gróðursettar í svokallaða skólareiti í Vatnsendaheiðarlandi. Þetta verkefni er ætlað til ‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏þess að kynna mikilvægi skógræktar og ræktunar almennt fyrir unga fólkinu í landinu og ala ‏þannig upp ræktendur framtíðarinnar.

Skógar gegna margvíslegu og mikilvægu hlutverki í okkar daglega lífi. Þeir meðal annars binda koltvíoxíð úr andrúmsloftinu, halda jarðveginum föstum, geyma mikið vatn og miðla, veita skjól og eru mikilvægir í menningu okkar, sögu og samfélagi.