Í Guðmundarlundi er að finna 10 brauta Frisbí golfvöll. Frisbí golfvöllurinn stendur öllum opnir sem vilja njóta og þarf ekki panta eða bóka tíma því þar gildir gamla góða reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Skógræktarfélag Kópavogs er ekki með frisbídiska á leigu þannig fólk þarf að koma með sína eigin.

Frisbígolf leikreglur

frisbi.jpg

Folf er spilað líkt og hefðbundið golf nema með frisbídiskum. Leikreglur eru mjög einfaldar. Talin eru köstin sem tekur að koma disknum í körfuna og takmarkið er að fara allar brautir í sem fæstum köstum. Fyrsta kast er tekið af merktum teig og er það næsta tekið þar sem diskurinn liggur og þarf sá fótur sem er nær körfu að vera þar sem diskurinn lá. Skipta má um diska á milli kasta. Sá spilari sem lengst er frá körfu tekur fyrsta kast.

Tillitsemi er stór hluti af leiknum. Sanngjarnt er að mótspilari þinn fái að kasta án truflunar, það sama myndir þú vilja. Ekki kasta fyrr en þú ert viss um að flug disksins og lending hans trufli ekki hina spilarana eða fólk sem er á svæðinu. Mikilvægt er að stíga ekki á plöntur eða skemma viðkvæman gróður.

Kort af frisbígolfvellinum.

Kort af frisbígolfvellinum.