Áhrif gróðurs á líðan fólks - afmælismálþing Garðyrkjufélags Íslands 2. október

Afmælismálþingið er haldið í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8 í Reykjavík og hefst kl. 13:00

Á málþinginu verður fjallað um gróður og nærsamfélag og áhrif gróðurs á líðan fólks. Það er vel við hæfi því GÍ var upphaflega stofnað til að kenna fólki að rækta matjurtir í þeim tilgangi að bæta mataræði og heilsu landsmanna. Fljótlega breikkaði viðfangsefni félagsins og annar gróður kom sterkur inn; blómstrandi plöntur og trjágróður og má með sanni segja segja að ræktun gróðurs hafi breytt nærumhverfi okkar til hins betra.

Formlegir samstarfs aðilar málþingsins eru Land og skógur og Skógræktarfélag Reykjavíkur og koma erindi frá þeim báðum; Garðyrkjuskólinn á Reykjum en fundarstjórinn kemur þaðan og að auki verða erindi frá Embætti landlæknis og Kópavogsbæ. Rúsínan í pylsuendanum er svo erindi frá Dr. Cecil Konijnendijk en hann er einn ritstjóra skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar og höfundur hugmyndafræðinnar um 3-30-300 sem gengur út á hvernig hægt er að gera umhverfi okkar grænna og vænna. Erindi hans verður flutt á ensku.
Boðið verður upp á kaffi og bakkelsi í fundarhléi. Látið ekki þennan viðburð framhjá ykkur fara!

13:00 – 13:10  Inngangur og afmælisþankar – Guðríður Helgadóttir, formaður GÍ

13:10 – 13:40  Lýðheilsa og gróður – Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsu hjá Landlæknisembættinu

13:40 – 14:20  Trjágróður í þéttbýli – Aaron Shearer, sérfræðingur hjá Landi og skógi

14:20 – 14:50  Merk tré – Auður Elva Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur

14:50 – 15:20  Kaffihlé

15:20 –  15:50  Sveitarfélag með grænum augum –  Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs

15:50 – 16:30  Making our communities greener and healthier with the 3+30+300 principle – Hvernig gerum við samfélagið okkar grænna og heilsusamlegra með 3-30-300 leiðinni – Dr. Cecil Konijnendijk, sérfræðingur í borgarskógrækt og grænum svæðum

16:30 – 17:00  Umræður

Fundarstjóri: Björgvin Örn Eggertsson, Garðyrkjuskólanum á Reykjum

Málþingið fer fram á íslensku og ensku og er öllum opið meðan húsrúm leyfir.