SÖFNUN BIRKIFRÆS Í Mosfellbæ 30. september 2025

Land og skógur óskar eftir stuðningi landsmanna við að breiða út birkiskóga landsins í anda Bonn-áskorunarinnar.

Sem kunnugt er stendur yfir áratugur Sameinuðu þjóðanna um verndun og endurheimt vistkerfa um allan heim í þágu fólks og náttúru. Íslensk stjórnvöld hafa tekið svonefndri Bonn-áskorun sem er alþjóðlegt átak um endurheimt skóga undir hatti alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN í samstarfi við fleiri aðila. Markmið Íslands í þessari áskorun er að árið 2030 vaxi birkiskógar á 5% landsins, í stað 1,5% nú.

Verkefnið, Söfnum og sáum birkifræi, er liður í því að Ísland nái þessu markmiði. Tilgangurinn er að efla útbreiðslu birkiskóga, meðal annars með því að virkja almenning til söfnunar og dreifingar birkifræs en einnig að veita fræðslu til félagasamtaka, skóla, fyrirtækja og stofnana um vernd og endurheimt birkiskóga.

Átakinu í ár verður hleypt formlega af stokkum í Mosfellsbæ þriðjudaginn 30. september kl 17:30 og verða það Lionsklúbburinn Úa, Lkl. Mosfellsbæjar og Lkl. Grindavíkur sem hefja söfnunina. Hittingur verður á bílaplani fyrirtækisins Villimeyjar Leiruvegi 2, 162 Reykjavík  Þaðan verður gengið spölkorn og fræi safnað í nálægum birkireit.  

Sérfræðingur frá Skógræktarfélagi Íslands kynnir verkefnið og fræðir um tínslu og sáningu birkifræs.