Tré ársins 2025 verður formlega útnefnt við hátíðlega athöfn laugardaginn 20. september á Selfossi. Að þessu sinni er um að ræða trjátegund sem hefur tekið sér bólfestu í miðri Ölfusá í svokölluðum Jórukletti sem blasir við íbúum Selfoss. Ekki er vitað hvernig tréð hefur tekið sér bólfestu á þessum merkilega stað en aldur trésins verður kannaður þegar það verður mælt.
Athöfnin fer fram á norðurbakka Ölfusár við gamla braggann neðan við Ártún og hefst kl.14:00. Jóruklettur er í eigu Árborgar og mun fulltrúi bæjarfélagsins taka á móti viðurkenningarskjali.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands: https://www.skog.is/tre-arsins-2025-utnefnt/