Miðvikudaginn 5. mars kl 19.30 í salarkynnum Arion banka að Borgartúni 19 ætlar Gísli Gestsson, kvikmyndagerðarmaður og heiðursfélagi Skógræktarfélags Íslands, að sýna myndina „Faðir minn átti fagurt land“ frá 1968, sem hann gerði í samvinnu við Hákon Bjarnason skógræktarstjóra.
Einnig mun hann sýna úrval mynda sem hann, ásamt Valdimar Jóhannessyni, gerðu fyrir Átak um Landgræðsluskóga árið 1990, m.a. „Silfur hafsins – gullið í dalnum“ þar sem Jóhann Þorvaldsson, kennari og síðar skólastjóri á Siglufirði, hélt inn í dal að gróðursetja tré með börnunum, hvað sem síldinni leið.
Öll velkomin! Hressing í boði í hléi.