FRÆÐSLUERINDI UM BIRKI 25. FEBRÚAR

Á morgun 25. febrúar flytur Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur fyrirlestur sem hann nefnir – Framandi og ágengt birki í íslenskri náttúru – pælingar, kynbætur og árangur

Erindið hefst kl.19:30 hjá Arion Banka, Borgartúni 17.

Einnig verður hægt að fylgja á netinu: https://www.facebook.com/events/1410796816575615?acontext=%7B%22event_action_history%22%3A[]%7D

Þorsteinn hefur í áratugi unnið að plöntukynbótum í þágu landbúnaðar, skógræktar og garðyrkju. Hann hefur eftir farsæla starfsævi unnið í sjálfboðavinnu að kynbótum á íslensku ilmbjörkinni undir yrkisheitunum Embla og Kofoed en hefur auk þess víxlað við aðrar birkitegundir frá norðurslóðum og þróað vaxtarmikil yrki, m.a. undir heitunum Hekla og Dumba.

Þorsteinn er heiðursfélagi Skógræktarfélags Íslands, orðuhafi hinnar íslensku fálkaorðu og fyrrum forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins.

Öll velkomin! Hressing í boði í hléi.