Fimmtudaginn 13. mars 2025 verður flutt fræðsluerindi sem nefnist – SKÓGAR BRETAGNE. HÁPUNKTAR ÚR FRÆÐSLUFERÐ SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS HAUSTIÐ 2024
Erindið hefst kl 19:30 í sal Arion Banka, Borgartúni 19
Elisabeth Bernard og Ragnhildur Freysteinsdóttir segja í máli og myndum frá ferðalagi til Bretagne-skagans í Frakklandi síðasta haust, þar sem skoðuð voru tré í skógum og görðum og fræðst um skógrækt svæðisins.
Elisabeth og Ragnhildur eru báðar starfsmenn Skógræktarfélags Íslands. Elisabeth er mannfræðingur að mennt og var fararstjóri ferðarinnar en farið var að hluta til um hennar heimaslóðir og nýttist þekking hennar vel í ferðinni. Ragnhildur er umhverfisfræðingur og var hún óformlegur ritari ferðarinnar, en ferðasagan sem hún tók saman verður birt í 1. tbl. Skógræktarritsins 2025.
Öll velkomin! Hressing í boði í hléi.