Gamla Húsið

 
IMG_3382.JPG

Gamla húsið er gamall sumarbústaður, ferkar lítill en hefur sinn sjarma. Það eru sæti fyrir 8 manns við borð og 5 manns á bekkjum við vegg innan dyra. Sambyggður heimilis ísskápur með frysti er í húsinu, Eldhús vaskur með köldu vatni í krana er í lítilli eldhús innréttingu, kaffivél og örbylgjuofn. Í húsinu eru engin leirtau. Klósettaðstaða er inn í húsinu þ.e. eitt salerni en við göngustíginn sem liggur inn í Guðmundarlund í um 50 metra fjarlægð eru tvö salerni. Eitt kolagrill fyrir utan húsið og skyggni yfir því. Á pallinum fyrir utan húsið undir opnu skyggni eru borð og stólar og geta með góðu móti setið þar 8 - 10 manns Þar fyrir utan tengt húsinu er opið svæði með borðum og bekkjum en í heild rúmar svæðið um 40 - 50 manns manns.

Athugið að þegar grillað er þarf að leigutaki að koma með sinn eigin mat, kol, leirtau og önnur áhöld til verknaðarins.

Um leið og leigutaki hefur bókað leigu á Gamla húsinu hefur hann samþykkt að vera ábyrgur á öllu tjóni af völdum leigutaka eða gesta hans og á það við Gamla húsið, bekki og borð, ruslatunnur og salernishús, gróður og öll önnur mannvirki á svæðinu.

Allar skemmdir eru tilkynntar til lögreglu og hefur hún aðgang að myndavélum svæðisins.

Kort af svæðinu

IMG_2814.JPG