Undirritaður formaður Skógræktarfélags Kópavogs langar að gera grein fyrir
störfum stjórnar Skógkóp, frá því við tókum við eftir aðalfund í vor. Mikill hugur er í stjórnarmönnum um að byggja félagið upp og fá meiri virkni í félagið með þátttöku félagsmanna. Unnið er að því að uppfæra félagatalið leiðrétta það og skrá nýja félaga inn.
Það sem við höfum gert síðan í vor er að við höfum haldið fjóra stjórnarfundi í Skógræktarfélag Kópavogs. 15 maí í Guðmundarlundi, 22 maí í Guðmundarlundi, 19 júní í Guðmundarlundi og 10 Júlí í Guðmundarlundi. Mikill tími hefur farið í að koma okkur inn í mál Skógkóp, þar sem við erum flest allir nýjir og höfum ekki haft mikin aðgang að efni félagsinns. Erna Nílsen hefur verið okkur hjálpsöm og viljum við þakka henni sérstaklega.
Opnuð hefur verið Fésbókarsíða og stjórnarmenn eru einnig með lokaða síður sem auðveldar mjög öll samskipti, ný heimsíða er í smíðum og er vonast til að hún fari í loftið fyrir jól. Meiri og betri upplýsingar eykur ánæju þeirra sem eru í Skógkóp.
Frétt kom í Kópavogspóstinn til kynningar á starfssemi Skógkóp. Vinna við stefnumótun var byrjuð og viljum við kalla þá til sem voru í þeirri vinnu að klára það verkefni. Einnig vill stjórnin skipa nefndir til að sjá um ákveðin verkefni eins og t.d. fræðslunefnd, ritnefnd, en félagið verður 50 ára 2019. undirbúningsnefnd fyrir aðalfundur Skógræktarinnar (Skógræktarfélags Íslands ) haldin í Kópavogi 2019, svo ekki er ráð nema tíma sé tekið í að hefja undirbúning.
Fossá
Eitt af verkefnunum sem við fengum frá fyrrverand stjórn var að svara fyrirspurn um sumarbústað foreldralélags einstakrabarna, varhaldin fundur um það mál, og var fundur haldin í Fossárnefndinni 10. júní að Fossá. Stjórn Skógkóp kaus í Fossárnefndina eftirtalda aðila, Bernhard Jóhannesson ,Ólafur Wernerson og Hannes Siggason sem aðalmenn og Kristján Jónasson og Gísli Óskarsson sem varamenn.
Fyrsti fundurinn var svo haldin í nýrri Fossárnefnd 2. ágúst í Guðmundarlundi og var óskað eftir að formaður Fossárnefndina kallaði stjórnina saman. Formaður Fossárnefndar kallaði saman fund þann 14. sept. Að Mógilsá. Það skiptu menn með sér verkum og var Hannes Siggason kosin
formaður, Bjarki Þór Kjartansson gjaldkeri og Baldvin Grétarsson ritari.
Aðal umræðuefni var hvernig við getum betur nýtt Fossá til útivistar og einnig liggur fyrir að hirða skóginn betur með grisjun, einnig voru umræður um að fara að rækta jólatrjáskóg á túnunum, sem er spennandi verkefni. Stjórnarmenn í Fossárnefnd funduðu svo hjá formanni 6. sept. Um málefni Fossár.
Að venju var eldriborgurum boðið að koma í Guðmundarlund 25. júlí og njóta útivistar og þyggja veitingar í boði Skógkóp og Kópavogsbæjar. Í því tilefni var vígður nýr Púttvöllur fyrir golf, sá bæjarstjórin um að slá fyrstu höggin og fórst honum það vel úr hendi. Umþað bil 70 eldriborgarar mættu og lék veðrið við okkur sól og hlýtt, var dagurinn vel heppnaður undir harmoniku spili og söng öllum til ánægju. Frétt af samkomunni var gerð greinargóð skil í
Morgunblaðinu.