Fræðslufundur 30. janúar 2018 Kl,20

Skógræktarfélag Kópavogs boðar til fræðslufundar
þriðjudaginn 30.jan. 2018, kl. 20

Á fundinum mun Þorbergur Hjalti Jónsson sérfræðingur á Mógilsá tala um markað fyrir iðnvið hér á landi, arðsemi skógræktar og hvað þurfi til að fjárfestar leggi í stórfelda skóggræðslu.“ Fundurinn verður haldinn í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi (sjá staðsetningu á meðfylgjandi korti).

Kaffi og meðlæti í boði félagsins.

Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti.

Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs

Kiwanishús.PNG