Gleðilegt ár ágætu félagar í Skógkóp. Ný heimasíða fór í loftið um áramót og vonum við að hún líki vel. Ef það eru einhverjar ábendingar þá eru þær kærkomnar og munum við reyna að bregðast við þeim. Smátt og smátt mun koma meira efni inná síðuna, allt sem var á gömlu síðunni sem skipti máli var fært á milli. Eitthvað sem ekki átti lengur við var þurkað út. Helstu breytingar eru að pöntun á grillaðstöðu er komin inná síðuna og von er á dagatali tengdri síðunni fljótlega. Verið óhrædd að senda efni sem þið teljið að eigi heima á síðunni, allt efni er vel þegið.
Kveðja Bernhard Jóhannesson