SUMARKVEÐJA

Sumardagurinn fyrsti markar kærkomin tímamót. Veturinn er að baki og við tekur sumar með björtum nóttum og gróanda. Fyrstu krókusarnir eru farnir að stinga upp kollinum, vorfuglar syngja, brum þrútnar út á trjánum og jörð má heita klakalaus víðast hvar á láglendi.
Stjórn og starfsmenn Skógræktarfélags Kópavogs þakkar þeim fjölmörgu sem með virðingu hafa notið notalegra útivistasvæða félagsins og sýnt félaginu velvild og stuðning óskum við ykkur öllum gleðilegs og sólríks sumars.