Birkifræsöfnun þjóðarinnar fram undan

LANDSÁTAKIÐ „ Söfnum og sáum birkifræi „ hefst formlega á degi íslenskrar náttúru 16. september í Eyjafirði þetta haustið

Tilgangurinn með verkefninu er að efla útbreiðslu birkiskóga, meðal annars með því að virkja almenning til söfnunar og dreifingar birkifræs en einnig að veita fræðslu til félagasamtaka, skóla, fyrirtækja og stofnana um vernd og endurheimt birkiskóga.

Það sé töluvert fræ á trjám víðast hvar á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu er fræ að ná þroska og því tími til kominn að huga að fræjum. Ekkert er því þó til fyrirstöðu að safna fræi fram eftir vetri en flest ár hangir fræ á trjám fram undir jól.

Nánari upplýsingar um viðburðinn í Eyjafirði er að finna á eftirfarandi slóð:  https://island.is/s/land-og-skogur/frett/birkifraesoefnun-thjodarinnar-fram-undan