BIKARMÓT Í GUÐMUNDARLUNDI 20. MAÍ 2024

Bikarmót Breiðabliks í ólympískum fjallahjólreiðum verður haldið í Guðmundarlundi í Kópavogi mánudaginn 20. maí 2024. Mótið hefst kl. 15:00.

Brautin

Um er að ræða braut sem liggur meðal annars um skógræktarsvæði Skógræktarfélags Kópavogs og er brautin sett upp í samráði og samvinnu við skógræktina. Í aðdraganda mótsins eru hjólarar beðnir um að fara varlega þegar þeir fara um skóginn í Guðmundarlundi þar sem hún liggur í gegnum frisbígolfvöll. Vinsamlegast takið því tillit til annarra sem eiga þar leið um. Þessum hluta brautarinnar verður síðan lokað á sjálfum keppnisdegi.