STARFSMENN ÍSLANDSBANKA TÍNDU BIRKIFRÆ

Starfsmenn í áhættustýringu Íslandsbanka fór í ræktarsvæði Skógræktarfélag Kópavogs við Selfjall  í byrjun október og tíndu birkifræ. Það voru 18 starfsmenn bankans sem tóku þátt en Íslandbanki býður starfsfólki sínu að leggja góðum verkefnum lið og getur það varið einum vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis og velja sjálfir það málefni sem þeir vilja veita liðsinni. Hópurinn valdi að taka þátt í landsöfnun Landgræðslunnar og Skógræktarinnar við að breiða út birkiskóga landsins og nutu aðstoðar Skógræktarfélags Kópavogs. Fræi var safnað af sjálfssáðum birkitrjám á svæðinu og gekk mjög vel að safna. Í það heila söfnuðust um 45 lítrar af fræi yfir daginn en lauslega má reikna með að það sé um 4 milljóna fræja. Hópurinn sáði síðan um helmingum af fræinu í hlíðar Selfjalls og restin fór í þurrk og síðan gefið í landssöfnunina.

Ritað af Páli Sveinssyni hjá Íslandsbanka