Ferð eldri borgara í Guðmundarlund 15. júlí 2021

Félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi og Félag eldri borgara í Kópavogi efna til skemmtiferðar í Guðmundarlund fimmtudaginn 15. júlí næstkomandi.   

Guðmundarlundur er afar vistlegt útivistarsvæði sem nýtur mikilla vinsælda almennings en svæðið hefur sterkt aðdráttarafl og hefur upp á margt að bjóða.
Gestgjafar í Guðmundalundi verða Skógræktarfélag Kópavogs og Kópavogsbær sem taka á móti gestunum milli klukkan 14:00 og 16:00.  
Boðið verður upp á rútuferðir frá öllum félagsmiðstöðvum Kópavogs og verður lagt af stað stundvíslega kl. 13:30. Fólk getur einnig komið í Guðmundalund á eigin vegum en til að finna lundinn er góð leið að fara t.d. inn á www.ja.is og slá inn Leiðarendi 3 og skoða kort.

Vegna veitinga þarf að skrá þátttöku í síðasta lagi mánudaginn 12. júlí á eyðblöð í félagsmiðstöðvunum í Kópavogi eða með því að senda tölvupóst á febk@febk.is

Við skráningu þarf sérstaklega að taka fram hvort þátttakandi ætli að nýta sér rútuna eða koma sér í Guðmundarlund á eigin vegum.  

Þeir sem þurfa á hjólastólabíl að halda er bent á að panta sér far með fyrirvara hjá Ferðaþjónustu fatlaðra í síma 515 – 2720.

Glens og gaman hefur ætíð fylgt þessum góða hóp eldri borgara og sem fyrr munu Gleðigjafarnir hinir einu og sönnu mæta og boðið verður uppá léttar veitingar.