Gróðursetningardagar fjölskyldunnar 7. og 21. júlí.

Það var viðburðaríkur og ánægjulegur gróðursetningardagur á Líf í Lundi á laugardaginn 26. júní á Vatnsendaheiði og í Guðmundarlundi.

Eftir gróðursetningar stóð þátttakendum til boða að slá inn árangur dagsins inn í kolefnisreiknivélina og meta þannig framlag sitt til umhverfismála.

Kolefnisbinding með skógrækt er góð leið til að binda CO2 úr andrúmsloftinu til langs tíma en um leið er verið að stuðla að jarðvegsvernd. Sveppum og mordýrum í jarðvegi fjölgar vatnsmiðlun eflist og skógurinn opnar nýja möguleika til útivistar svo eitthvað sé nefnt. 

En járnið skal að sjálfsögðu hamra á meðan það er heitt og því blásum við á ný til sóknar og ætlum að endurtaka gróðursetningar í þágu aukinnar lífsgæða á Vatnsendaheiði miðvikudagana 7. og 21. júlí kl. 17:00 og hefst dagskráin við Fræðslusetrið, Leiðarenda 3.  í Guðmundarlundi.

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar.