Þá var lagður grunnur að aldingarði í Guðmundarlundi.

„Eplið er í þinni hendi“ var á dagskrá í Guðmundarlundi laugardaginn 23. júní kl 16:00

„Eplið er í þinni hendi“ var á dagskrá í Guðmundarlundi laugardaginn 23. júní kl 16:00

Þá var lagður grunnur að aldingarði í Guðmundarlundi. Gróðursett voru sex mismunandi yrki af eplatrjám ´Close´, ´Julyred´,  ´Geneva Early´, ´Suislepp´,  ´Haugmann´ og ´Sävstaholm´. Einnig voru gróðursettir sex rifsberjarunnar af yrkinu 'Röd Hollands'.

Að lokinni gróðursetningu var boðið upp á grillaðar pylsur og epli í eftirrétt.

Líf í lundi var yfirskrift útivistar- og fjölskyldudags í skógum og lundum víða um land  þennan dag.

Eftirtalin eplayrki sem valin voru og framleidd af Jóni Guðmundssyni garðyrkjufræðing á Akranesi voru gróðursett í Guðmundarlundi 23. júní 2018:

 Close

´Close´ er sumarepli frá Virginiu í Bandaríkjunum sem kom fram 1925 og kom til Íslands um árið 2000 svo vitað er.  Aldinið er frekar stórt og gult í grunninn með rauðri slikju yfir. Stundum nær rauði liturinn yfirhöndinni. Close þykir gott borðepli en einnig góð í matreiðslu en þá má eplið ekki vera um of þroskað.  Yrkið er Þriggja litninga tré og getur ekki frjógvað önnur tré.

 Julyred

´Julyred´ er sumaryrki frá New Jersey er kemur fram 1962. Hingað til lands komið 2005 eftir því sem best er vitað.  Aldinið er miðlungsstórt, grunnlitur gulgrænn með rauðum strípum. Þykja góð borðepli.

Geneva Early

´Geneva Early´ er sumaryrki frá New York  fylki í Bandaríkjanum frá árinu 1982. Yrkið kemur fyrst til Íslands 2004 að talið er. Aldinið er meðalstórt og í grunninn gulhvítt með rauðri slikju á þeirri hlið er vísar að sól. Eplin eru helst notuð sem borðepli en einnig eru þau eitthvað notuð í matreiðslu.

Suislepp

´Suislepp´ er eistneskt  sumaryrki frá  aldamótunum 1900.  Aldinið er miðlungsstór, gulhvítt og rauðyrjótt.  Mjög  gott borðepli og til matvinnslu alls konar.  Sjálfsfrjótt að hluta og góður frjógjafi.

Haugmann

´Haugmann´ er Norskt haustyrki frá því um 1850 en berst sennilega fyrst til Íslands 1974. Aldinið er meðalstórt, gult og rauðröndótt epli. Er notað jöfnum höndum sem borðepli og í matvinnslu.  ´Röd Haugmann´ er stökkbreytt Haugmannsyrki með alrauð epli. 

Sävstaholm

´Sävstaholm´ er sænskt sumaryrki frá því um 1830. Talið er að yrkið hafi fyrst borist til landsins um 1960. Aldinið er miðlungsstórt, grunnlitur gulgrænn með rauðum strípum.

Eplin þykja bragðgóð og eru helst notuð sem borðepli.

Upprunalega móðurtréð lifir enn góðu lífi síðan 1835.

 Gróðursett rifsberjayrki var:

 Röd Hollandsk

'Röd Hollands' er gamalt hollenskt yrki sem kom fram fyrir 1729. Hérlendis hefur það verið í ræktun frá frá a.m.k. 1830

Aldinin eru glansandi rauð og berjaklasar meðalangir. Berin eru aðalega notuð í saft, sultu og hlaup. Rifs er sjálfrjóvgandi.

Samantekt: Kristinn H. Þorsteinsson