Laugardaginn 23. júní kl 16:00 verður lagður grunnur að aldingarði í Guðmundarlundi í Kópavogi. Gróðursett verða eplatré og berjarunnar og þátttakendur fá fræðslu um ræktun aldintrjáa og berjarunna.
Að lokinni gróðursetningu verður boðið upp á grillaðar pylsur og epli í eftirrétt.
Guðmundalundur er afar vistlegt og fjölsótt útivistarsvæði sem Kópavogsbúar og aðrir gestir heimsækja í auknum mæli á öllum árstímum. Markmiðið með aldingarðinum er að skapa meiri fjölbreytileika í Guðmundarlundi styrkja svæðið og auka gæði staðarins sem aðlaðandi og nærandi útivistasvæði.
Á undanförnum árum hefur verið vaxandi áhugi á ræktun ávaxtatrjáa og berjarunna aukist hér á landi. Ný yrki skjóta upp kollinum og þekking vex með degi hverjum. Skógræktarfélag Kópavogs ætlar að byggja upp aldingarð í Guðmundarlundi öllum til yndis og ánægju og nýta sér til þess þá þekkingu sem skapast hefur í einum þekktasta aldingarði landsins, Meltungu í Fossvogsdal í Kópavogi. Þar vaxa með ágætum fjöldinn allur aldintrjáa.
Fræðslu og leiðsögn annast Kristinn H. Þorsteinsson, formaður Skógræktarfélags Kópavogs og Bernhard Jóhannesson, framkvæmdarstjóri Skógræktarfélagsins
Allir eru velkomnir
Líf í lundi er yfirskrift útivistar- og fjölskyldudags í skógum og lundum víða um land þennan dag
Leiðin í Guðmundarlund
Fyrir þá sem ekki rata í Guðmundarlund er hér lýsing af beinustu leiðinni frá Vatnsendavegi að Guðmundarlundi.
Beygt er af Vatnsendavegi á hringtorgi inn á Markaveg og hann ekinn til austurs gegnum hesthúsahverfið á Kjóavöllum þar til komið er að götu sem heitir Landsendi. Þar er skilti sem vísar á Guðmundarlund en einnig er skilti við hringtorgið á Vatnsendavegi merkt Guðmundarlundi.