Á stjórnarfundi SK þann 29.jan. s.l. tilkynnti Bragi Michaelsson ritari stjórnar að hann hefði tekið ákvörðun um að hverfa úr stjórn félagsins og myndi sú ákvörðun taka gildi samstundis.Á sama fundi var tekin ákvörðun um að Skógræktarfélag Kópavogs myndi ráða starfsmann í stað þess að hafa verktaka. Starfsmaðurinn hefur stöðu framkvæmdastjóra félagsins. Bernhard Jóhannesson sem verið hefur formaður félagsins frá því í apríl 2017 var ráðinn sem framkvæmdastjóri og sagði af sér sem formaður félagsins og vék þar með úr stjórninni á stjórnarfundinum 29.jan. s.l. Bernhard mun hefja störf 1.mars 2018. Ólafur Wernersson sem hefur verið varaformaður félagsins hefur tekið við sem formaður. Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs býður Bernhard velkominn til starfa og þakkar jafnframt Braga Michaelssyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs