Sitkagreni var útnefnt tré ársins 2022 við hátíðlega athöfn á krikjubæjarklaustri 12. september. Tréð var gróðursett 1949 og mældist 30 metrar og fimmtán sentimetrar á hæð, en þetta í fyrsta skipti sem tré hefur mælst yfir 30 metrar hér á landi, frá því fyrir ísöld.
Forsætisráðherra fékk heiðurinn að því að mæla tréið en henni til halds og trausts var Björn Traustason, fagstjóri landupplýsinga á rannsóknasviði Skógræktarinnar.
Meira um þennan merka viðburð má lesa á vefsíðu Skógrækarinnar á slóðinni: https://www.skogur.is/is/um-skograektina/frettir-og-vidburdir/frettir-og-pistlar/haesta-tred-fra-thvi-fyrir-isold