Sunnudaginn 29. ágúst verður XCO bikarmót Breiðablik í hjólreiðum. Brautin liggur að hluta til innan skógarins í Guðmundarlundi og inn á bílastæðin og eftir veginum meðfram grenitrjáaröðinni í átt að Vatnsendaheiði. ( Sjá meðfylgjandi kort )
Hjólreiðaklúbbur Breiðabliks og Skógræktarfélag Kópavogs biður alla til að sýna aðgát á meðan á mótinu stendur. Brautin innan skógarins er vel afmörkuð eins og sjá má eftirfarndi myndbandi breidablikhjol/videos/
Brautin fer ekki inn á grasflatirnar og leiksvæðin í botni lundarins.
Allir eru velkomnir að fylgjast með mótinu og njóta. Hjólreiðakeppnin hefst kl. 10:00 og henni líkur kl. 14:00.
Miðstöð mótshaldara verður í nýja húsi Skógræktarfélagsins að Leiðarenda 3.
Allar upplýsingar um mótið má finna á þessari síðu https://sites.google.com/view/xco-2021
Og á Facebook síðu: https://fb.me/e/1d782RTSl