LÍF Í LUNDI 26. JÚNÍ

Laugardaginn 26. júní verður haldinn útivistar- og fjölskyldudagur í samstarfi Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar undir merkinu Líf í lundi  þar sem hvatt er til hreyfingar, samveru og skóga- og náttúruupplifunar. Líf í lundi verður nú haldinn í fjórða sinn og fer fram í kringum Jónsmessuna víða um land.

Dagskrá

Dagskrá dagsins hefst kl 10:00 þar sem safnast verður saman í Fræðslusetrinu í Guðmundarlundi í Leiðarenda 3 og verður heitt á könnunni. Fljótlega verður gengið upp á Vatnsendaheiði undir leiðsögn og hugað að gróðri og sögu.  

Á heiðinni verður horft til framtíðar og gróðursettar plöntur í þágu aukinar lífsgæða.  

Að gróðursetningu lokinni verður gengið til baka í Guðmundarlund þar sem boðið verður upp á rjúkandi Pylsur og Bulsur að hætti grillmeistarans í Fræðslusetrinu.

*Athugið að þeir sem ekki treysta sér að ganga upp og Vatnsendaheiði en vilja taka þátt í gróðursetningum eða fylgjast með þá er hægt aka bifreið að gróðursetningar stað.

Að lokinni formlegri dagskrá geta þátttakendur í Líf í lundi dvalið áfram í Guðmundarlundi og bardúsað við ýmislegt skemmtilegt enda hefur lundurinn upp á margt að bjóða. Í lundinum  er meðal annars 10 brauta frísbí gólfvöllur, leiktæki og frábær 9 holu minigolf völlur.

Inni í miðjum Guðmundarlundi er Hermannsgarður, lítill og vinalegur blómagarður, með steinabeðum, stígum og bekkjum og svo er það auðvitað skógurinn sjálfur sem bíður upp á mikla möguleika til leikja og útivistar.

Fyrir þá sem ætla að taka hring á iðgrænum gólfvellinum þá má benda á að hver og einn verður að taka með sér eigin golfkylfur og kúlur og það sama á við um frísbí gólfvöllinn að diskurinn til að kasta er á valdi hvers og eins.