Gróðureldar vestan við bílastæðið við Guðmundarlund

Um einn og hálfur hektari brann vestan við bílastæðið við Guðmundarlund í dag 10. maí 2021.

Það fór betur en á horfðist því vegur sem þverar svæðið þar sem bruninn var hægði á  framskrið eldsins og þegar  Slökkvilið kom náðu þeir fljótt tökum á eldinum og komu í veg fyrir að hann breiddist frekar út.

Mjög þurrt hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur og gróður skraufaþurr.

Mikil hálmur af gömlum lúpínustönglum sem hlaðist upp með tímanum lúpínubreiðum er mikill eldsmatur og það sýndi sig þarna enda varð eldhafið mikið og hljóp hratt yfir.

Trjágróðurinn sem skemmdust var stafafura, birki og gulvíðir en heilt á litið telst skaði af brunanum ekki mikill enda svæðið ekki stórt.

Stjórn Skógræktarfélags kópavogs færir slökkvuliðsmönnum bestu þakkir fyrir snör viðbrögð og handtök.