Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs hefur ákveðið í ljósi núverandi stöðu í samfélaginu að boða til aðalfundar 25. mars 2021.
Eins og fram hefur komið í tölvupóstum og á heimasíðu þá var aðalfundi félagsins frestað í tvígang vegna samkomutakmarkanna. Verða því lagðir fram ársreikningar fyrir tvö síðustu ár þ.e. 2019 og 2020. Sama á við um skýrslur stjórnar og nefnda.
Komi upp sú staða að Sóttvarnaraðgerðir verði hertar frá því sem nú er áskylur stjórn Skógræktarfélags Kópavogs sér rétt til að fresta aðalfundi með stuttum fyrirvara.
Aðalfundarboð
Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs boðar til aðalfundar Fimmtudaginn 25. mars 2021 . Fundurinn hefst kl. 17:30 og verður í Guðmundarlundi að Leiðarenda 3, 203 Kópavogi.
Dagskrá aðalfundar
1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra
3. Kosning fundarritara
4. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári
5. Skýrslur nefnda
6. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins
7. Tillaga að félagsgjaldi
8. Lagabreytingar
9. Kosningar samkvæmt félagslögum
10. Tillögur um framtíðarverkefni félagsins
11. Önnur mál