Fjórði fræðslufundur vetrarinns var haldin 27. febrúar og var vel sóttur. Friðrik Baldursson flutti erindi um " Kópavogur með grænum augum " var erindinu vel teki og afar fróðlegt og kom mörgum fundarmanninum á óvart hversu Kópavogur er grænt sveitarfélag og hefur mörg falleg græn svæði. Endilega kynnið ykkur grænusvæðin í Kópavogi og njótið þeirra. Af vef Kópavogsbæja :
Umhverfisstefnan og framkvæmd hennar skal vera liður í daglegu starfi Kópavogsbæjar og stofnana bæjarins. Umhverfisstefnuna á að kynna fyrir starfsfólki, íbúum og starfsmönnum fyrirtækja í Kópavogi og birta opinberlega á vef Kópavogsbæjar.