Grillleiga í Guðmundarlundi

 

Hægt er að velja um þrjár mismunandi aðstöður til að grilla í Guðmundarlundi. Leigan er 7.000 kr fyrir hálfan dag, fyrir allt að 15  manna hóp fullorna, ( börn undir 12 ára teljast ekki með ). Ef hópurinn er stærri, er leigan 35.000 kr.  Gamlahúsið kostar 10,000 kr en fyrir félagsmenn 7,000 kr      Hvert svæði innan Guðmundarlundar er leigt út af fyrir sig.

Bóka Leigu

Fyllið inn formið hér að neðan til að bóka leigu á grillsvæði. Á dagatalinu sést hvenær svæðin eru bókuð.  Leiguna þarf að greiða með millifærslu á bankareikning (0322-26-006010) Skógræktarfélag Kópavogs (kt. 601072-0179) innan 48  klukkustunda frá skráningu. Ekki er hægt að fá leiguna endurgreidda.

Vinsamlega fylgið umgegnisreglum á svæðinu. Athugið að notkun einnota grilla er bönnuð í Guðmundarlundi.

Svæði *
Merkið við þau svæði sem á að leigja. Upplýsingar um svæðin er að finna hér fyrir neðan.
Dagsetning *
Dagsetning
Tími Dags *
Hægt er að leigja svæði um hádegi (09:00 - 15:00) og/eða um kvöld (16:00 - 24:00).
 

1. Grillhúsið

IMG_2807.JPG

Í Grillhúsinu eru tvö kolagrill. Sæti eru fyrir allt að 60 manns.

2. Gamla Húsið

IMG_3382.JPG

Góð aðstaða er í Gamla Húsinu, eitt kolagrill er úti, og hreinlætisaðstaða er fyrir hendi. Sæti eru fyrir allt að 40 manns.

3. Barna, grill og leiksvæði

IMG_2805.JPG

Eitt kolagrill er á svæðinu, ásamt leiktækjum. Sæti eru fyrir allt að 20 manns.

Eldstæði.

Upplagt að hita ketilkaffi eða súpu.

Upplagt að hita ketilkaffi eða súpu.

Búið er að gera eldstæði, það er upplagt að steikja sykurpúða og lummur, setja viðarkol í rennuna og plötuna ofaná og bíða eftir að hún hitni. Það kostar ekkert að nota þessa aðstöðu. Verið velkomin.

Kort af svæðinu

IMG_2814.JPG