Ræktarsvæði

Hér má finna skógræktarsvæði í eigu Skógræktarfélags Kópavogs.

 
 
gudmundarlundur.jpg

Guðmundarlundur

Guðmundarlundur er afar vistlegt útivistarsvæði sem Kópavogsbúar eru óðum að kynnast og njóta og nýtur orðið mikilla vinsælda. Skógræktarfélag Kópavogs á og rekur lundinn. Guðmundarlundur er öllum opinn.

fossa.gif

Fossá

Fossá er skógræktarsvæði í Hvalfirði sem Skógræktarfélag Kópavogs keypti árið 1972. Á Fossá eru merktar gönguleiðir, og svæðið býður upp á mikla útivistarmöguleika. Jörðin er alls 1.100 hektarar og þar er búið að planta um einni milljón plöntum.

 
yrkja.gif

Yrkja

Yrkja er verkefni sem stofnað var til í tilefni 60 ára afmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur. Á vegum verkefnisins eru öllum 10 ára börnum í grunnskólum Kópavogs afhentar plöntur sem eru gróðursettar í svokallaða skólareiti í Vatnsendaheiðarlandi.

 
landnemaskogar.gif

Landnemaskógar

Skógræktarfélag Kópavogs gefur félagsmönnum sínum kost á að fá afhentan reit til þess að rækta þar sinn eigin skóg. Landnemaspildurnar eru nú 36 talsins. Það má sækja um þær hjá félaginu.