Guðmundarlundur

IMG_3796.JPG

Aðsókn að Guðmundarlundi hefur verið með ágætum í sumar þrátt fyrir rigningu flesta daga.

Nýr frisbígolvöllur hefur verið tekin í notkun. Er það eitt af verkefnunum sem kom út úr „ Okkar Kópavogur „ Til að það verkefni gæti orðið að veruleika þurfti mikið átak til að laga til skóginn, fella tré og búa til brautir. Aðal vinnan var nú samt að snyrta og laga til tréin hleypa lofti og byrtu í skóginn. Það er heilmikið mál að eiga fallega skóg og krefst mikillar vinnu. Starfsfólk Kópavogs hefur verið óþrjótandi  duglegt við að bera út úr skóginum greinar og gera stíga. Heimilismenn úr Dimmuhvarfi og Austurkór hafa verið duglegir við að moka kurli í poka. Er það ánægjulegt að geta útvegað þeim verkefni, þökkum öllum þeim sem kaupa kurl frá Skogkop. Það styrkir okkur í efla einstaklinga á þessum sambýlum.

IMG_3790.JPG

Það er ávallt verið að bæta aðstöðuna í Guðmundarlundi og það nýjasta er að eldstæði hefur verið gert til að hita ketilkaffi, hella er til að steikja lummur eða klatta Þar þarf bara að hafa kol með til að kynda undir plötunni. Ekki þarf að greiða fyrir not á þessari aðstöðu aðeins fyrir not af öðrum Grillunum, allt annað er gestum Guðmundarlundar velkomið að njóta. Munið eftir að koma með kylfu og kúlu fyrir minigolfið og dyska  fyrir Frisbígolfið.

Þökkum góða umgengni í Guðmundarlundi. Umgengni lýsir innra manni.