Vissir þú að ..........

Vissir þú að...Hvað vinst með skógrækt? Ef við erum með 4ra metra háa trjáröð sem 15 metrar að lengd þá vinnast a.m.k eftirfarandi: -Vindstyrkurí skjóli trjánna mimkar um helming og hitastig getur hækkað um ca 5 gráður.- Blaðmassi trjánna síar og bindurum 1 tonn af ryki á ári úr andrúmslofti, auk þessi sem tréin safna ýmsum mengandi efnum og binda kolefni. -Trjáröðin myndar 1,7 kg af súrefniá klukkustund sem er meðalsúrefnisþörf fyrir 64 menn. -Á sólríkum deigi gufa upp um 400 lítrar út frá blöðum trjánna. þetta eikur rakastigið í loftinu og bætir lífsklylrði fyrir annan gróður. -Uppskera á garðávöxtum korni og grasi eykst um 13-24%........

IMG_2721.JPG

Fræðslufundur 27. febr. 2018 kl.20

 

Fundarboð

 Skógræktarfélag Kópavogs boðar til fræðslufundar
þriðjudaginn 27. febr. 2018, kl. 20

Á fundinum mun Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs flytja erindi sem nefnist:  

"Kópavogur með grænum augum"

Fundurinn verður haldinn í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi (sjá staðsetningu á meðfylgjandi korti).

Kaffi og meðlæti í boði félagsins.

Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti.Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs

IMG_2862.JPG

Tilkynning frá stjórn Skógræktarfélags Kópavogs um breytingar sem varða stjórnina:

Á stjórnarfundi SK þann 29.jan. s.l. tilkynnti Bragi Michaelsson ritari stjórnar  að hann hefði tekið ákvörðun um að hverfa úr stjórn félagsins og myndi sú ákvörðun taka gildi samstundis.Á sama fundi var tekin ákvörðun um að Skógræktarfélag Kópavogs myndi ráða starfsmann í stað þess að hafa verktaka. Starfsmaðurinn hefur stöðu framkvæmdastjóra félagsins.            Bernhard Jóhannesson sem verið hefur formaður félagsins frá því í apríl 2017 var ráðinn sem framkvæmdastjóri og sagði af sér sem formaður félagsins og vék þar með úr stjórninni á stjórnarfundinum 29.jan. s.l.    Bernhard mun hefja störf 1.mars 2018.  Ólafur Wernersson sem hefur verið varaformaður félagsins hefur tekið við sem formaður. Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs býður Bernhard velkominn til starfa og þakkar jafnframt Braga Michaelssyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs

Fræðslufundur 30. janúar 2018 Kl,20

Skógræktarfélag Kópavogs boðar til fræðslufundar
þriðjudaginn 30.jan. 2018, kl. 20

Á fundinum mun Þorbergur Hjalti Jónsson sérfræðingur á Mógilsá tala um markað fyrir iðnvið hér á landi, arðsemi skógræktar og hvað þurfi til að fjárfestar leggi í stórfelda skóggræðslu.“ Fundurinn verður haldinn í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi (sjá staðsetningu á meðfylgjandi korti).

Kaffi og meðlæti í boði félagsins.

Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti.

Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs

Kiwanishús.PNG

Ný heimasíða.

Gleðilegt ár ágætu félagar í Skógkóp. Ný heimasíða fór í loftið um áramót og vonum við að hún líki vel. Ef það eru einhverjar ábendingar þá eru þær kærkomnar og munum við reyna að bregðast við þeim. Smátt og smátt mun koma meira efni inná síðuna, allt sem var á gömlu síðunni sem skipti máli var fært á milli. Eitthvað sem ekki átti lengur við var þurkað út. Helstu breytingar eru að pöntun á grillaðstöðu er komin inná síðuna og von er á dagatali tengdri síðunni fljótlega. Verið óhrædd að senda efni sem þið teljið að eigi heima á síðunni, allt efni er vel þegið.

Kveðja Bernhard Jóhannesson

Read More